Framkvæmdaráð

15. fundur 07. september 2011 kl. 10:15 - 12:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1101919 - Kaffitería í Listasafni Kópavogs.

Á fundi framkvæmdaráðs 26. janúar 2011 óskaði framkvæmda- og tæknisvið eftir heimild til útboðs. Lagt fram á ný.

Samþykkt.

2.1106097 - Tjaldstæði í Kópavogi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagðar fram bókanir umhverfis- og samgöngunefndar frá 22. ágúst 2011 og skipulagsnefndar frá 23. ágúst 2011.

Framkvæmdaráð þakkar góða samantekt. Frekari vinnslu málsins er frestað.

3.809079 - Glaðheimar, niðurrif hesthúsa

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, óskar eftir leyfi til að auglýsa húsin til brottflutningar eða niðurrifs.

Samþykkt.

4.1109043 - Geymslusvæðið, samningur

Óskað eftir heimild til uppsagnar á eldri samning og gerð nýs.

Sviðsstjóra umhverfissviðs falið að segja upp samningi og hefja viðræður um nýjan samning. Drög að samningi skulu lögð fyrir framkvæmdaráð.

5.1101184 - Húsnæðismál Héraðsskjalasafns

Lagt fram kostnaðarmat fyrir bókasafn í Kórnum.

Lagt fram og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.1102336 - Hæfing fyrir fatlað fólk. Húsnæðismál

Á fundi framkvæmdaráðs 24. ágúst 2011 var lagt fram til kynningar kostnaðarmat á flutningi hæfingarstöðva á Kópavogstún. Á fundi framkvæmdaráðs 7. september 2011 var lagt fram minnisblað um flutninginn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að hafnar verði viðræður við Landsspítala um kaup á húsnæði "Fjölsmiðjunnar" á Kópavogstúni.

7.1103354 - Húsnæði fyrir fatlaða. Viðræður við jöfnunarsjóð.

Lagt fram minnisblað fyrir kaup á fasteignum vegna málefna fatlaðra.

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að kaupa umræddar fasteignir af jöfnunarsjóði þar sem það er talinn hagkvæmari kostur en að leigja fasteignirnar.

Fundi slitið - kl. 12:00.