Framkvæmdaráð

20. fundur 07. desember 2011 kl. 08:15 - 10:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1101919 - Kaffitería í Listasafni Kópavogs. Útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Niðurstaða útboðs. Engin tilboð bárust.

Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að auglýsa eftir samstarfsaðila.

 

Ármann kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Ef ekki finnst rekstraraðili að kaffistofunni verður að loka henni. Á meðan sífellt þarf að hækka matargjald í skólum og leikskólum er ekki hægt að réttlæta það að eyða skattfé Kópavogsbúa í niðurgreiðslu á kaffihúsi. Auk þess eru tvö kaffihús í næsta nágrenni.

Ármann Kr. Ólafsson"

2.1111567 - Útboð matur Bæjarskrifstofur.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið " Framleiðsla á mat fyrir bæjaskrifstofur Kópavogs 2011 til 2012".
Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:

1.
Furðufiskar ehf.

11.990.000 -
2.
H og K veitinga ehf.

12.550.000 -

Kostnaðaráætlun


13.200.000 -
Lagt er til að leitað verði samninga við lægst bjóðanda Furðufiska ehf.

Samþykkt.

3.1110420 - Endurskoðun ársreikninga, útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Fundargerð opnunarfundar.

Lagt fram.

4.1112049 - Urðarhvarf 8. Óskað eftir samþykki fyrir framsali.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Lagt er til að framsal verði heimilað.

Samþykkt.

5.1110313 - Lækjarbotnaland 17. Óskað eftir heimild til framsals

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Lagt er til að framsal verði heimilað.

Samþykkt, enda sé tryggt að forkaupsréttur bæjarins haldist.

6.1112050 - Kópavogsbraut 3. Krafa vegna lóðarskerðingar.

Frá Fasteignum Kópavogsbrautar ehf. Greiðsluáskorun dags. 2. desember 2011.

Skrifstofustjóra umhverfissviðs falið að svara erindinu.

7.1108350 - Framkvæmdir 2011, yfirlit

Frá umhverfissviði. Yfirlit yfir ýmsar framkvæmdir.

Lagt fram.

8.1112051 - Snjómokstur á stígum.

Erindi frá íbúa vegna snjómokstur á stígum. Lögð fram gögn frá umhverfissviði varðandi skipulag snjómoksturs af stígum.

Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að endurskoða tímasetningu moksturs aðalstíga með tilliti til þess að bæta þjónustu við þá sem hjóla í vinnuna.

9.1112052 - Rekstur áhaldahúss

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Yfirlit um rekstur áhaldahúss.

Lagt fram.

10.1112054 - Kórinn. Hugmynd um nýtingu fyrir framhaldsskóla.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Teikningar sem sýna hugmyndir um nýtingu Kórsins fyrir framhaldsskóla.

Lagt fram.

11.1112024 - Kópavogsbrún 1. Umsókn um lóða

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Hörðuból ehf. verði úthlutað lóðinni Kópavogsbrún 1.

12.1112020 - Austurkór 10. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Ragnari Kristni Ingasyni og Gróu Hlín Jónsdóttur verði úthlutað lóðinni Austurkór 10.

13.1112031 - Austurkór 43, 45, 47 og 47A. Lóðaumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að GT Hreinsun ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 43, 45, 47 og 47a.

14.1112073 - Heimsendi 1. Ósk um afnot af hesthúsi til kennslu einhverfra.

Frá menntasviði. Ósk um afnot af hluta hesthúss.

Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.