Framkvæmdaráð

25. fundur 07. mars 2012 kl. 08:15 - 10:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurjón Ingvason embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1201358 - Vinnuskóli 2012

Frá garðyrkjustjóra. Tillögur um vinnutíma og laun.

Samþykkt með þeirri breytingu að 14 ára fái 69 vinnustundir í stað 60.

 

Garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1201357 - Sumarstörf 2012

Frá menntasviði. Tillögur um fjölda sumarstarfsmanna og kostnað.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

Frestað.

Garðyrkjustjóri, deildarstjóri íþróttadeildar og deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

3.1203056 - Lóðagjöld. Yfirtökugjöld. Tillaga um breytingu á gjaldskrá.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, tillaga um breytingar á gjaldskrá. Frá fjármála- og hagsýslustjóra tillaga um breytingu á greiðsluskilmálum.

Guðríður Arnardóttir óskar bókað: "Áður en nokkur ákvörðun er tekin varðandi breytingar á lóðagjöldum óska ég lögfræðiálits á því hvort fyrirliggjandi lækkun geti mögulega orðið til þess að lóðarhafar í Kópavogi sem hafa þegar fengið úthlutað lóðum og jafnvel hafið framkvæmdir geti sótt samsvarandi afslátt til bæjarins á grundvelli jafnræðissjónarmiða."

Tillögu um breytingu á gjaldskrá vísað til bæjarráðs til afgreiðslu, ásamt lögfræðiáliti.

 

Guðríður Arnardóttir fer fram á, með vísan til bæjarmálasamþykktar, að afgreiðslu á tillögu um breytingu á greiðsluskilmálum verði frestað.

 

Afgreiðslu á tillögu um breytingu á greiðsluskilmálum er frestað til næsta fundar.

 

4.1203055 - Hjúkrunaríbúðir

Kostnaðaráætlun lögð fram til umræðu.

Sviðsstjóra umhverfissviðs falið að gera frekari kostnaðaráætlanir varðandi hjúkrunarheimili.

 

Sviðstjóra umhverfissviðs og formanni framkvæmdaráðs falið að ræða við fulltrúa hagsmunasamtaka fatlaðs fólks um uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir fatlaða.

5.1102214 - Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011

Viðræður við Vegagerðina og athugasemdir við samgönguáætlun.

Formaður framkvæmdaráðs greindi frá fundi með Vegagerð.

6.1109266 - Staða framkvæmda á lóðum.

Frá sviðstjóra umhverfissviðs. Yfirlit yfir óbyggðar lóðir.

Lagt fram.

7.1011349 - Dalvegur, umferðarskipulag

Tillaga að umferðarskipulagi og umræða um hana á fundi umferðar- og samgöngunefndar.

Sviðstjóra umhverfissviðs og formanni framkvæmdaráðs falið að funda með fulltrúum lögreglunnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.