Framkvæmdaráð

30. fundur 09. maí 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1205106 - Engjaþing 3. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissvið. Umsögn um lóðarumsóknir.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Húsafli sf. verði úthlutað lóðinni Engjaþing 3.

2.1204251 - Akrakór 12. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissvið. Umsögn um lóðarumsóknir.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Ögurhvarfi ehf. verði úthlutað lóðinni Akrakór 12.

3.1204173 - Þrymsalir 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissvið. Umsögn um lóðarumsóknir.

Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Jóni Tómasi Ásmundssyni og Ingu Láru Sædal Andrésardóttur verði úthlutað lóðinni Þrymsalir 10.

4.1204032 - Þrymsalir 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissvið. Umsögn um lóðarumsóknir.

Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Jóni Tómasi Ásmundssyni og Ingu Láru Sædal Andrésardóttur verði úthlutað lóðinni Þrymsalir 10.

5.1203269 - Leikskóli Rjúpnahæð. Forval.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Listi yfir þáttakendur í fovali.

Lagt fram.

6.1203262 - Grassláttur 2012. Útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.
Grassláttur í Kópavogi 2012 - 2014 tilboð

Miðvikudaginn 2 maí 2012 kl.11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Grassláttur í Kópavogi 2012 ? 2014 " samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Kópavogsbæ dags í apríl 2012.
Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:

Verktaki
Tilboðsupphæð
Oddur Guðmundsson
16.046.700
Íslenska gámafélagið ehf.
20.248.440
Garðlist ehf
22.987.240
Kostnaðaráætlun
19.756.800

Lægst bjóðandi Oddur Guðmundsson uppfyllir ekki kröfur útboðsgagna.

Lagt er til við Framkvæmdaráð Kópavogs að leitað verði samninga við Íslenska gámafélagið ehf.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði samninga við Íslenska Gámafélagið. Vísað til bæjarráðs.

7.1103078 - Malbik

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Malbikun og efnisútvegun í Kópavogi 2012

Þriðjudaginn 8. maí 2012 kl.11:00 voru opnuð tilboð í malbiks yfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2012, einnig voru opnuð tilboð í malbiks kaup 2012, skv. útboðsgögnum gerðum af tæknideild Kópavogs dags. í apríl 2012.
Útboðin voru lokuð.
Eftirfarandi tilboð bárust:

1. Malbiks yfirlagnir og nýlagnir

nr.
Verktaki
Tilboðsupphæð

1
Hlaðbær Colas
25.900.000
100%
3
Loftorka
28.595.000
110%
4
Kostnaðaráætlun
29.824.500
115%
5
Malbikunarstöðin Höfði
39.295.500
152%


Lagt er til við Framkvæmdaráð Kópavogs að leitað verði samninga við Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf. um malbiks yfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2012.

2. Malbik efni

nr.
Verktaki
Tilboðsupphæð
1
Hlaðbær Colas
71.320.750
2
Malbikunarstöðin Höfði
68.290.000


Lagt er til við Framkvæmdaráð Kópavogs að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfði hf. um malbikskaup fyrir árið 2012.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði samninga við Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf. um malbiks yfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2012. Vísað til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfði hf. um malbikskaup fyrir árið 2012. Vísað til bæjarráðs.

8.1205133 - Áhaldahús. Verðkönnun.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.
Óskað er heimildar Framkvæmdaráðs Kópavogs til að gera verðkönnun hjá verktökum í:
1. Tímavinnu tækja
2. Einingaverð í gerð göngustíga undir malbik.
3. Einingaverð í jarðvinnu td, göngustíga og smærri jarðvegsskipti.
4. Einingaverð í flutning og útvegun á steinefnum.

Tillaga frá  fulltrúa Samfylkingarinnar: Undirrituð leggur til að auglýst verði eftir verðtilboðum í tímavinnu (opið útboð) vegna gerðar göngustíga, jarðvinnu, jarðvegsskipta og flutnings og útvegun á steinefnum.  Skuli lægsta tilboði tekið að uppfylltum innkaupareglum bæjarins.

Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar er hafnað með tveimur atkvæðum.

 

Framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði verðkönnun hjá verktökum. Vísað til bæjarráðs.

 

Bókun frá fulltrúa Samfylkingarinnar: Undirrituð getur ekki kvittað upp á vinnubrögð af þessu tagi, þar sem leitað er til fárra aðila og þeim gefin kostur á að bjóða í verk fyrir bæinn. Það hlýtur að vera hagfellt fyrir bæjarsjóð að leita til fleiri aðila.  Oftsinnis hefur verið kvartað yfir því að einungis fáum aðilum sé gefin kostur á að vinna verk fyrir Kópavogsbæ enda háð geðþóttaákvörðun hverjir veljast til þeirra verka.  Hér eru kunnugleg vinnubrögð meirihlutans á ferðinni sem undirrituð hafnar alfarið.

Guðríður Arnardóttir

 

Bókun frá meirihluta: Verðkönnun er fullkomnlega eðlilegt fyrirkomulag, hefur ekkert með geðþóttaákvörðun að gera heldur sýnir fullkomið traust til starfsfólks.

Bókun frá fulltrúa Samfylkingar: Geðþóttaákvörðunin felur það í sér að einungis  er leitað til fárra aðila um verð en ekki auglýst og öllum gefin kostur á að skila inn tilboðum.  Snautlegt þykir mér þó að skýla sér bak við starfsmenn bæjarins.

 

Bókun frá fullltrúa Sjálfstæðisflokks: Ég vorkenni Guðríði Arnardóttur.

9.1204328 - Staða framkvæmda á lóðum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Eftirfarandi var bókað í bæjarráði 3/5: 1204328 - Staða framkvæmda á lóðum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni. Frá byggingarfulltrúa, dags. 30/4, skrá yfir stöðu framkvæmda, sem óskað var eftir í bæjarráði 26/4. Ómar Stefánsson þakkar svörin og leggur til að málinu verði vísað til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.Bæjarráð vísar málinu til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

Framkvæmdaráð óskar eftir að send verði bréf til þeirra sem fengu úthlutað íbúðar- og eða atvinnuhúsnæði 2007 eða fyrr. Óskað eftir framkvæmdaráætlun eða skýringum.

10.1203435 - Framkvæmdir, 2012

Guðríður Arnardóttir óskar eftir lista framkvæmdadeildar um ýmis verk sem eru í gangi árið 2012.

11.1203098 - Tímabundin ráðning innkaupastjóra. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Bókun frá fulltrúa Samfylkingarinnar: Í fjárhagsáætlun ársins 2012 er gert ráð fyrir ráðningu innkaupafulltrúa sem skuli hafa það verkefni að vinna að hagstæðari innkaupum fyrir stofnanir bæjarins. Undirrituð spyr hvað líður ráðningu slíks starfsmanns.
Guðríður Arnardóttir.

Fundi slitið - kl. 10:15.