Framkvæmdaráð

56. fundur 16. október 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir varafulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson ritari umhverfissviði
Dagskrá

1.1209335 - Vesturvör 38a, umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Vesturvör 38a frá Kynnisferðum ehf. kt. 620372-0489. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Vesturvör 38a.

2.1310078 - Arakór 7. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Arakór 7 frá Halldóri Björgvin Jóhannssyni kt. 250377-3129. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Arakór 7.

3.1310100 - Arakór 5. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Arakór 5 frá Kristni Sigurpáli Sturlusyni kt. 230179-4259 og Þórunni Tryggvadóttur kt. 231076-2989. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Arakór 5.

4.1310122 - Hlíðarendi 6, umsókn um hesthúsalóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Umbeðin gögn hafa ekki borist. Frestað.

5.1310121 - Ný umsókn um lóð undir Ibis-Budget hótel

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Sviðsstjóri gerði grein fyrir aðstæðum á því svæði, sem sótt er um og mun senda bæjarráði umsögn.

6.1302299 - Vinnuskóli Kópavogs 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Lögð fram starfsskýrsla garðyrkjustjóra sumarið 2013, vinnuskóla og skólagarða Kópavogs.

Garðyrkjustjóri og forstöðumaður vinnuskóla fóru yfir meginatriði skýrslunnar.

7.1310192 - Hörðuvallaskóli 4 áfangi, viðbygging.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

8. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Hörðuvallaskóli 4. áfangi" skv. útboðsgögnum gerðum af Alark arkitektum ehf., Verkfræðistofu Erlendar Birgissonar, Lagnatækni ehf. og Afl og orku ehf, dags. september 2013. Lagt er fram yfirlit tilboða, en útboðið var opið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1310187 - Austurkór 3b framkvæmdir

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

1. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Austurkór 3b, íbúðarúrræði fyrir fatlað fólk." Skv. útboðsgögnum gerðum af Alark arkitektum ehf, Versa verkfræðistofu ehf. og Afl og orku verkfræðistofu ehf. dags. september 2013. Lagt fram yfirlit tilboða, en útboðið var opið. Lægstbjóðandi hefur ekki lagt fram umbeðin gögn. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við S. Þ. verktaka ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

9.1310191 - Kópavogsgerði 1-7, gatnagerð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

11. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7 gatnagerð" skv. útboðsgögnum gerðum af Kristni Wiium verkfræðingi. Lagt er fram yfirlit tilboða, en útboðið var lokað. Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Loftorku ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1309298 - Útboð snjómoksturs gangstétta og stíga, skv. rammasamningi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

8. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Vetrarþjónusta á gangstéttum og stígum. Rammasamningsútboð vesturbær Kópavogs og hluti austurbæjar." Skv. útboðsgögnum gerðum af umhverfissviði Kópavogs dags. október 2013. Útboðið var opið og bárust tvö tilboð. Framkvæmdaráð samþykkir að gerðir verði samningar við þá tvo verktaka, sem gerðu tilboð í verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. 

Fundi slitið - kl. 10:15.