Framkvæmdaráð

41. fundur 14. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Björk Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir byggingarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þuríður Björk Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson mætti til fundarins kl. 08.16
Guðríður Arnardóttir mætti til fundarins kl. 08.19.
Ármann Kr. Ólafsson mætti til fundarins kl. 08.24.

1.1201358 - Vinnuskóli 2012

Frá garðyrkjustjóra

Lögð fram starfsskýrsla Vinnuskólans og Skólagarða Kópavogs 2012. Skýrslan kynnt.

2.907063 - Samningur um atvinnuátak 2009

Frá garðyrkjustjóra

Lögð fram skýrsla um atvinnuátak á vegum Skógræktarfélags Kópavogs, Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Íslands sumarið 2012. Skýrslan kynnt.

3.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna

Lagt fram bréf deildarstjóra fasteigna dags. 13. nóvember 2012. Í bréfinu kemur fram að enn sé ekki fram komin reglugerð í samræmi við breytingar á lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál, sem afgreidd voru á síðasta þingi. Vegna þessa hefur lánanefnd Íbúðalánasjóðs ekki verið kölluð saman. Einnig kemur fram í bréfinu, að óvíst sé hvaða áhrif væntanleg reglugerð muni hafa á lánveitingar til þeirra íbúða sem Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar hefur keypt að undanförnu og eru óafgreiddar hjá Íbúðalánasjóði.

4.1211108 - Leikskóli Austurkór 1, stjórnsýslukæra vegna útboðs Kópavogsbæjar -

Frá skrifstofustjóra

Kærunefnd útboðsmála hefur borist kæra frá Sérverk ehf. vegna vals Kópavogsbæjar á samningaaðila og samþykki á tilboði Eyktar ehf., sbr. bréf dags. 7. nóvember 2012.

Lagt fram.

5.1208297 - Álmakór 23. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Evu Hlín Dereksdóttur kt. 070777-5849 og Ágúst Torfa Haukssyni kt. 310574-4499 verði úthlutað lóðinni Álmakór 23.

6.1211130 - Álmakór 17a og 17b, framsal lóðaréttinda.

Frá skrifstofustjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 verði heimilað að framselja lóðarréttindi Álmakór 17a til Ingvars Hafsteins S. Hreinssonar kt. 090776-4879.

Guðríður Arnardóttir sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu. SAmþykkt með tveimur atkvæðum.

7.1211040 - Þrúðsalir 6. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra

Fylgigögn hafa ekki borist, fellur út af dagskrá.

8.1211039 - Austurkór 105. Umsókn byggingarfélagsins Boga ehf. um lóð

Frá skrifstofustjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Byggingarfélaginu Boga ehf. kt. 600100-2620 verði úthlutað lóðinni Austurkór 105.

9.1211038 - Austurkór 107. Umsókn byggingarfélagsins Boga ehf. um lóð

Frá skrifstofustjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Byggingarfélaginu Boga ehf. kt. 600100-2620 verði úthlutað lóðinni Austurkór 107.

10.1210493 - Landsendi 29. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá skrifstofustjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Pétri Bergþór Arasyni kt. 270770-4879 verði úthlutað lóðinni Landsendi 29.

11.1211171 - Austurkór, 55, 57, 59 og 61. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð.

Frá skrifstofustjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Sóltúni ehf. kt. 610808-0690 verði úthlutað lóðinni Austurkór 55, 57, 59 og 61.

12.1211172 - Austurkór 43, 45, 47, 47a. Umsókn um lóðir afturkölluð.

Frá skrifstofustjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að orðið verði við beiðni Sóltúns ehf. kt. 610808-0690 um að draga til baka umsókn um lóðirnar Austurkór 43, 45, 47 og 47a. Sbr. umfjöllun um umsókn um lóðina Austurkór 55, 57, 59 og 61.

13.1211173 - Byggingareftirlit, starfsmannamál

Frá sviðsstjóra

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að sviðsstjóra umhverfissviðs verði heimilað að auglýsa eftir starfsmanni við byggingareftirlit.

14.1211193 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa

Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni

Ómar Stefánsson óskar eftir að á næsta fundi framkvæmdaráðs verði lagður fram listi yfir framkvæmdir og stöðu verka á íbúðum og atvinnuhúsnæði.

15.901210 - gatnagerðargjöld

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Almennar umræður um gatnagerðargjöld og breytingar á deiliskipulagi.

16.1211193 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa

Frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hver er staða framkvæmda við breytingar á hraðahindrunum á helstu leiðum Strætó, sem ákveðnar voru á síðasta ári?

Fundi slitið - kl. 10:15.