Framkvæmdaráð

62. fundur 02. apríl 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður nefndar
  • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
  • Friðrik Baldursson eftirlitsmaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari umhverfissviðs
Dagskrá

1.14021039 - Austurkór 81-83, umsókn um parhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Austurkór 81-83 frá Gunnari Bjarnasyni ehf. kt. 440693-2029. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilin tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 81-83.  

2.1403633 - Austurkór 155, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 155 frá Jóni Gunnarssyni kt. 210956-4179. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilin tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 155.

3.14011041 - Kópavogsbraut-Borgarholtsbraut, gatnagerð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Þriðjudaginn 11. mars 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Kópavogsbraut-Borgarholtsbraut gatna- og holræsagerð 2014" skv. útboðsgögnum dags. nóvember 2013. Útboðið var opið.

Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið.

Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. 

4.1311412 - Álalind 3, reiðskemma.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Fimmtudaginn 13. mars 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Álalind 3/Glaðheimar" skv. útboðsgögnum framkvæmdadeildar.

Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið.

Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Nýmálun og Viðhald ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

5.1403323 - Malbik 2014

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Lagt er fram erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 31. mars 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að bjóða út í lokuðu útboði "malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2014 og malbik fyrir árið 2014."

Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið. 

Framkvæmdaráð samþykkir að heimila lokað útboð á malbiksyfirlögnum og mabiki fyrir árið 2014.

6.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Lagt fram erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 31. mars 2014, þar sem skýrt er frá því að Fagverk verktakar ehf, verktakar verksins "Malbikun og viðgerðir í Kópavogi 2013-2014" hafa óskað eftir að vera leystir undan samningnum. Lagt er til að orðið verði við beiðni verktakans og jafnframt að heimilað verði að bjóða verkið út að nýju.

Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði erindið.

Framkvæmdaráð samþykkir að Fagverk verktakar ehf. verði leystir undan samningi um verkið og  jafnframt að verkefnið verði boðið út að nýju. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar: "Sé ekki ástæðu til að hafa útboðið lokað."

 

7.14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.

Frá deildarstjóra framvkæmdadeildar

Lagt er fram erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 31. mars 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að bjóða út gerð sjóvarna á Kársnesi, skv. tillögu Landslags ehf. og Vegagerðinni siglingasviði.

Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið.

Framkvæmdaráð heimilar útboðið.

8.1401023 - Framkvæmdir, á útivistarsvæðum 2014.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Garðyrkjustjóri kynnti yfirlit yfir "Ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2014" og tillögu að ráðstöfun fjár á gjaldalið 11.331.

Framkvæmdaráð samþykkir yfirlitið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

9.1401024 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2014, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Garðyrkjustjóri skýrði minnisblað forstöðumanns Vinnuskóla um sumarráðningar 2014, dags. 31. mars 2014. Um þessar mundir er auglýst eftir umsóknum og rennur umsóknarfrestur út 8. apríl. Nú hafa borist umsóknir frá um 480 einstaklingum. Þegar umsóknarfresti lýkur verður gerð frekari grein fyrir fjölda umsókna og aldursdreifingu.

 

 

10.1308413 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum

Frá byggingarfulltrúa.







Framkvæmdaráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja dagsektarferli vegna, Akrakórs 6 og Gulaþings 23. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.




Framkvæmdaráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að skrifa lóðarhöfum þessara lóða og koma á framfæri að ákvæði í lóðarleigusamningum eru liðin um tímamörk vegna frágangs lóðar og húss að utan: Akrakór 6, Breiðahvarf 5, Hólmaþing 5 a, Akrakór 1, Akrakór 3, Álfabekka17, Dalaþing 9, Dalaþing 21, Dalaþing 27, Dimmuhvarf 13, Ennishvarf 13, Fróðaþing 10, Fróðaþing 42, Gnitakór 8, Gulaþing 7, Hlíðarvegur 7, Hlíðarvegur 7a, Kópavogsbakki 2, Kópavogsbakki 4, Kópavogsbraut 10, Vatnsendablettur 713, Dimmuhvarf 13, Þrymsalir 11, Þrymsalir 13, Þrymsalir 17, Þrymsalir 18, Þorrasalir 27, Þorrasalir 33, Öldusalir 6, Örvasalir 3 og Örvasalir 24.


 


Framkvæmdaráð samþykkir að á næsta fundi verði gerð grein fyrir fjölda úthlutaðra lóða, þar sem ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 10:15.