Framkvæmdaráð

10. fundur 13. apríl 2011 kl. 08:15 - 08:15 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1103087 - Lundur. Viðauki við samning.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Lögð fram ný drög að samkomulagi og greint frá viðræðum aðila.

Ármann Kr. Ólafsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað: Ég fagna því að framkvæmdir séu að fara af stað á svæðinu.

 

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

2.1011283 - Framkvæmdir á opnum svæðum

Frá garðyrkjustjóra. Kostnaðar- og tímaáætlun um framkvæmdir á opnum svæðum 2011.

Ármann Kr. Ólafsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað: Lagt er til að sett verði upp grillaðstaða í Kópavogsdal og það látið rúmast innan fjárhagsáætlunar fyrir þennan lið.

 

Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina með breytingum skv. tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

3.1103078 - Malbik

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Niðurstaða útboðs á malbiki og viðgerðum.

Samþykkt að semja við lægstbjóðanda.

4.1104091 - Útboð á rekstri mötuneyta í grunnskólum

Óskað eftir heimild til að undirbúa útboð.

Sviðsstjóra umhverfissviðs falið að undirbúa útboð á rekstri mötuneyta í Snælands- og Kársnesskóla.

5.1003243 - Lækjarbotnaland - lóðarleigusamningar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Staða mála varðandi lóðarleigusamninga í Lækjarbotnum.

Frestað.

6.1104090 - Lausar kennslustofur við Hörðuvallaskóla og leikskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Tillaga um lausar kennslustofur við Hörðuvallaskóla og leikskóla.

Sviðsstjóra falið að vinna áfram í málinu. Útfærsla verður ákvörðuð í samráði við menntasvið.

7.802009 - Innkaupareglur Kópavogsbæjar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Fyrirspurn um hvar eigi að gjaldfæra kostnað vegna útboða.

Umhverfissvið haldi utan um útboðskostnað sem síðar verði deilt á viðkomandi verkliði. Gert verði ráð fyrir þessu í útgönguspá.

8.809079 - Glaðheimar, niðurrif hesthúsa

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Minnisblað um stöðu hesthúsa á Glaðheimasvæðinu.

Frestað.

9.1003231 - Hraðahindranir í Fróðþing

Ármann Kr. Ólafsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að endurskoðuð verði ákvörðun um hraðahindranir í Fróðaþingi, vegna fjölda barna, en þar búa um 30 börn undir 6 ára aldri og 50 undir 12 ára aldri.

 

Guðríður Arnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Tvær hraðahindranir eru í götunni, hafnað var í umhverfis- og samgöngunefnd að setja upp þriðju hraðahindrunina og sú samþykkt var samhljóða. Umhverfis- og samgöngunefnd telur umferðaröryggi fullnægjandi í götunni.

 

Tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er hafnað.

10.1101242 - Tilhögun innkaupamála

ÁrmannKr. Ólafsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að ráðist verði í átak þar sem innkaup stofnana verði sameinuð í þeim tilgangi að ná fram sparnaði.

Fundi slitið - kl. 08:15.