Framkvæmdaráð

55. fundur 18. september 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson varafulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Guðmundur Gunnarsson embættismaður
  • Gísli Norðdahl embættismaður
  • Pálmi Þór Másson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson ritari umhverfissviði
Dagskrá

1.1209335 - Vesturvör 38a, umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn frá Kynnisferðum ehf. um lóðina Vesturvör 38a. Framkvæmdaráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

2.1309120 - Fróðaþing 7. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Fróðaþing 7 frá Ríkharð Flemming Jenssen kt. 210169-4079 og Elvu Björk Sigurðardóttur kt. 271171-5289, auk þess sem farið er fram á leyfi til þess að skila lóðarréttindum Fróðaþingi 44. Lóðin Fróðaþing 7 hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjandum verði úthlutað lóðinni Fróðaþing 7 og jafnframt verði þeim heimilað að skila lóðarréttindum Fróðaþingi 44.

3.1308413 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum

Frá byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu byggingarframkvæmda á lóðum.

4.1308414 - Félagslegar íbúðir, kaup Kópavogsbæjar.

Frá deildarstjóra eignadeildar og fjármálastjóra

Sviðsstjóri lagði fram minnisblað deildarstjóra eignadeildar og fjármálastjóra dags. 17. september, varðandi kaup Kópavogsbæjar á félagslegum íbúðum 2011, 2012 og 2013.

Hjálmar Hjálmarsson þakkar svarið við fyrirspurninni.

5.1304099 - Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.


Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Framkvæmdaráð ítrekar samþykkt frá fundi 12. júní sl. um að heimilað verði opið útboð verksins "Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi." Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1210302 - Samkomulag um innlausn, Skeljabrekka 4.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram drög að samkomulagi um innlausn Skeljabrekku 4. Framkvæmdaráð samþykkir drög að samkomulagi um innlausn Skeljabrekku 4 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

7.1302672 - Samkomulag um innlausn, Lækjarbotnaland 50.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir drögum að samkomulagi við lóðarhafa Lækjarbotnalandi 50 um innlausn á húsi, gróðri og öðrum mannvirkjum á lóðinni. Framkvæmdaráð samþykkir að heimiluð verði innlausn á húsi, gróðri og öðrum mannvirkjum Lækjarbotnalandi 50 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1309231 - Samkomulag um uppgjör, Skógarlind 2.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra

Lagt fram erindi sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra dags. 17. september varðandi fyrirliggjandi drög að samkomulagi um uppgjör og breytta lóðarstærð Skógarlind 2. Framkvæmdaráð samþykkir drög að samkomulagi um uppgjör og breytta lóðarstærð Skógarlind 2 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

9.1309236 - Engjaþing 1-3, framsal lóðarréttinda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur erindi Húsafls ehf. dags. 13. september sl. þar sem þess er óskað að lóðarréttindi Engjaþingi 1-3 verði færð af Húsafli ehf. kt. 700584-1359 til  G.Á. bygginga ehf. kt. 660402-2680. Framkvæmdaráð samþykkir að heimilað verði að lóðarréttindi Engjaþingi 1-3 verði færð af Húsafli ehf. til G.Á.bygginga ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Sviðsstjóri umhverfissviðs óskar eftir heimild framkvæmdaráðs til útboðs á stækkun Hörðuvallaskóla, sbr. samþykkt bæjarstjórnar 12. febrúar sl. Framkvæmdaráð samþykkir heimild til útboðs stækkunar Hörðuvallaskóla, sbr. samþykkt bæjarstjórnar 12. febrúar 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1309298 - Útboð snjómoksturs gangstétta og stíga, skv. rammasamningi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Deildastjóri framkvæmdadeildar óskar eftir heimild til útboðs snjómoksturs gangstétta og stíga, skv. rammasamningi. Framkvæmdaráð heimilar útboð snjómoksturs gangstétta og stíga skv. rammasamningi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

12.1212033 - Vatnsveita Kópavogs

Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir umsókn um nýtingarleyfi til Orkustofnunar vegna neysluvatns úr Vatnsendakrikum. Sviðsstjóri mun gera bæjarráði frekari grein fyrir málinu.

Fundi slitið - kl. 10:15.