Framkvæmdaráð

54. fundur 21. ágúst 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig H. Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1308367 - Þrúðsalir 8. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Þrúðsalir 8 frá Elmari Þór Erlendssyni. kt. 080578-3429 og Erlendi Borgþórssyni kt. 100351-4719. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Þrúðsalir 8.

2.1307490 - Hafraþing 2-4, umsókn um lóð undir parhús

Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Hafraþing 2-4 frá North Team Invest ehf. kt. 620188-1669. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Hafraþing 2-4.

3.1307489 - Hafraþing 6-8, umsókn um lóð undir parhús

Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Hafraþing 6-8 frá Verkfræðistofu Kópavogs ehf. kt. 700501-2640. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Hafraþing 2-4.

 

Guðríður Arnardóttir mætti til fundar kl: 8:18

4.1306737 - Smáraskóli, lausar kennslustofur

Sviðsstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu auglýsingar eftir tilboðum í tvær færanlegar kennslustofur á lóð Smáraskóla. Framkvæmdaráð samþykkir að mæla með við bæjarráð að samið verði við hæstbjóðanda, Skjót ehf.

Guðríður Arnardóttir bókar að heppilegra sé að tilboðum sé skilað inn í lokuðum umslögum og opnuð með formlegum hætti í votta viðurvist.

Ármann Kr. Ólafsson bókar að vel hafi verið að verki staðið.

Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Ómar Stefánsson bóka að tilboð bárust bæði í umslögum og á rafrænum hætti og voru opnuð eftir að tilboðsfresti lauk og ekkert óeðlilegt við þetta ferli.

5.1302719 - Ýmsar framkvæmdir 2013, yfirlit.

Lagt fram yfirlit umhverfissviðs (nr. 13) yfir framkvæmdir á árinu, dags. 19. ágúst 2013. Deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir stöðu hestu verkefna.

6.1301554 - Hamraendi 21, umsókn um lóð undir hesthús

Borist hefur erindi frá Páli Briem kt. 280472-5069 og Guðrúnu Sylvíu Pétursdóttur kt. 071167-5939 dags. 14. ágúst 2013, sem var úthlutað lóðinni Hamraendi 21 í febrúar sl. Óskað er eftir þeirri breytingu að í stað þess að lóðin sé skráð á þau bæði, þá verði Guðrún ein skráð fyrir lóðnni. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að Guðrún Sylvía Pétursdóttir verði ein lóðarhafi Hamraenda 21. 

7.1308413 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum

Óskað eftir að byggingafulltrúi komi á næsta fund framkvæmdaráðs og geri grein fyrir stöðu byggingaframkvæmda á lóðum.

8.1308414 - Hver er staðan á innkaupum á félagslegum íbúðum?

 Hjálmar Hjálmarsson spyr hver sé staðan á innkaupum á félagslegum íbúðum?

Fundi slitið - kl. 10:15.