Framkvæmdaráð

61. fundur 05. mars 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari umhverfissviðs
Dagskrá

1.1402359 - Austurkór 163-165. Umsókn um parhúsalóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 163-165 frá KE Bergmót ehf. kt. 471107-0930. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 163-165.

2.1402366 - Austurkór 167-169, umsókn um parhúsalóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 167-169 frá KE Bergmót ehf. kt. 471107-0930. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 167-169.

3.1308413 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum

Frá byggingarfulltrúa.

Lagt fram erindi sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 4. mars 2014, þar sem fram kemur staða varðandi dagsektaferli tiltekinna lóða, sbr. samþykkt bæjarráðs 19. desember 2013.

 

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu byggingarframkvæmda á lóðum Kópavogsbæjar og mun skýra framvindu frekar á næsta fundi.

4.1402938 - Ræsting í leikskólum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Lagt fram erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 3. mars 2014, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út ræstingaþjónustu í þrettán leikskólum Kópavogsbæjar. Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði verkefnið, viðbótarupplýsingar verða sendar bæjarráði. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1402852 - Hamraborg 14-38, vatnsúðakerfi útboð.

Frá deildarstjóra eignadeildar.

Á fundi framkvæmdaráðs 3. október 2012 var samþykkt að undirbúa hönnun á eldvarnarkerfi, undirbúa útboðsgögn, ásamt því að ganga til viðræðna við húsfélagið Hamraborg 14-38 og Olís. Samþykktar teikningar og útboðsgögn liggja fyrir.  

Lagt fram erindi deildarstjóra eignadeildar dags. 28. febrúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að bjóða út verkið "Hamraborg 14-38, vatnsúðakerfi." Fyrir liggur samþykki húsfundar Hamraborgarráðsins dags. 24. febrúar 2014 um verkefnið og þátttöku í kostnaði við verkið, sbr. samning Kópavogsbæjar og Hamraborgarráðsins dags. 7. maí 1993. Framkvæmdaráð heimilar útboðið.

6.1401022 - Vinnuskóli Kópavogs 2014.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs um laun og vinnutíma Vinnuskóla árið 2014 dags. 12. febrúar 2014. Garðyrkjustjóri og forstöðumaður Vinnuskóla skýrðu tillöguna. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu um laun og vinnutíma árið 2014 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.