Framkvæmdaráð

7. fundur 16. febrúar 2011 kl. 08:15 - 08:15 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1101915 - Sumarvinna 2011

Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti drög að reglum um ráðningar í sumarstörf.

Reglur samþykktar, með þeim breytingum að 18 ára og eldri hafi forgang að störfum. Þó verði gert ráð fyrir sérstöku úrræði fyrir 17 ára umsækjendur sem takmarkast af fjárheimildum. Ekki verður tekið við umsóknum eftir að umsóknarfresti lýkur. Ekki verði farið fram úr fjárhagsáætlun.

2.1102373 - Ræstingar í sundlaugum. Útboð.

Umhverfissvið óskar eftir heimild til að undirbúa útboð á ræstingum í Kópavogslaug og Versalalaug og gera verðkönnun á klór og sápu.

Samþykkt að bjóða út ræstingar og og gera verðkönnun á klór og sápu.

3.1102375 - Viðhald leiguíbúða. Útboð.

Umhverfissvið óskar eftir heimild til að bjóða út viðhald leiguíbúða í eigu bæjarins.

Samþykkt.

4.1102374 - Holræsahreinsun. Útboð.

Umhverfissvið óskar eftir heimild til að bjóða út holræsahreinsun.

Samþykkt.

5.1102376 - Þjónustusamningur um eftirlit og viðhald slökkvitækja. Verðkönnun.

Umhverfissvið óskar eftir heimild til að framkvæma verðkönnun á eftirlits- og viðhaldsþjónustu á slökkvitækjum í húseignum bæjarins.

Samþykkt.

6.1101966 - Rammasamningur Ríkiskaupa

Lagt fram til umræðu minnisblað um kosti og galla aðildar að rammasamningi ríkiskaupa.

Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að taka saman upplýsingar um innkaup rekstrarvara hjá stofnunum bæjarins.

7.1010338 - Erindisbréf framkvæmdaráðs

Endurskoðuð drög lögð fram.

Frestað.

8.802009 - Innkaupareglur Kópavogsbæjar.

Sviðsstjóra umhverfissviðs falið að gera tillögu að breytingum á innkaupareglum bæjarins og leggja fyrir næsta fund. M.a. verði viðmiðunarfjárhæðir lækkaðar.

Fundi slitið - kl. 08:15.