Framkvæmdaráð

19. fundur 16. nóvember 2011 kl. 10:15 - 11:30 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1111339 - Stofnframkvæmdir sem eru til skoðunar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Drög að þriggja ára áætlun.

Lagt fram.

2.1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Tillaga að framkvæmdaáætlun og kostnaðaráætlun.

Framkvæmdaráð samþykkir með tveimur atkvæðum að bjóða út í opnu útboði innréttingu héraðsskjalasafns. Einn sat hjá.

 

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Nú liggur það á borðinu að kostnaður við flutning Héraðsskjalasafnsins eru um 115 milljónir króna skv. áætlun í stað 55 milljóna króna eins og fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Að fara 105% fram úr áætlun kallar á sérstaka rannsókn á vinnubrögðum við ákvarðanatöku meirihlutans. Vextir, verðbætur og lóðarleiga eru 11-12 m.kr. á ári og er þá ekki tekið tillit til viðhaldskostnaðar. Leigan á núverandi húsnæði er um 6 milljónir króna á ári og hafði leigusali boðist til að lækka hana.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðríður Arnardóttir og Ólafur Þór Gunnarsson leggja fram eftirfarandi bókun:

"Húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Hamraborg sem hefur hýst Héraðsskjalasafn Kópavogs undanfarin ár er með öllu óviðunandi undir safn af þessu tagi.  Auk þess hefur bærinn greitt Sjálfstæðisflokknum leigu upp á rúmar 6 milljónir á ári fyrir þetta húsnæði sem er í afar bágu ástandi.  Til viðbótar munu sparast í kringum 2 milljónir vegna annars leigukostnaðar á skjalageymslum fyrir safnið.  Nýtt safn fyrir Héraðsskjalasafn Kópavogs mun uppfylla ströngustu kröfur um söfn af þessu tagi skv. kröfum Þjóðskjalasafns Íslands sem hefur samþykkt teikningar og framkvæmdir við safnið.  Kostnaður við endurbætur á nýju húsnæði héraðsskjalasafnsins mun falla á bæjarsjóð í áföngum þannig að sá kostnaður sem við spörum vegna leigunnar mun duga fyrir fjármögnun framkvæmdanna á Digranesvegi 7.  Við höfum þó skilning á gremju Sjálfstæðisflokksins í þessu máli sem hefur lýst sig andsnúinn málinu frá fyrstu tíð en þeir missa nú spón úr aski sínum því það er ekki víst að þeim takist að leigja gamla félagsheimilið sitt á jafn góðum kjörum.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Ármann kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Í tilefni af bókun meirihlutans er rétt að taka fram að leiguhúsnæði Héraðskjalsafnsins var boðið út á sínum tíma og "annar" leigukostnaður sem talað er um er mun eldri leigusamningur sem gerður var um gluggalausa kompu í eigu Samfylkingarinnar eða forvera hennar á sínum tíma og tengdist ekki héraðsskjalasafninu. Hvorugt þessara atriða breytir þeirri staðreynd að það munar 105 % eða 60 milljónum króna á milli upphaflegrar áætlunar og fyrirliggjandi  áætlunar. Legg ég því til að gerð verði sérstök rannsókn á þessum mikla mun milli áætlana.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðríður Arnardóttir leggur fram eftirfarandi bókun:

"Húsnæðið sem Ármann nefnir var í eigu Alþýðuflokksins fyrir 10 árum."

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Guðríður Arnardóttir er meiri sérfræðingur í kennitöluflakki vinstri flokka en undirritaður."

3.1111296 - Austurkór 46. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15/11, umsögn vegna lóðarúthlutunar. Tvær umsóknir bárust um lóðina að Austurkór 46, frá Ragnari Kristni Ingasyni og Gróu Hlín Jónsdóttur annars vegar og Georg Gíslasyni og Júlíu Egilsdóttur hins vegar. Lagt er til að dregið verði á milli umsókna í samræmi við úthlutunarreglur Kópavogsbæjar. Ýr Vésteinsdóttir,fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni.

Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Georg Gíslasyni og Júlíu Egilsdóttur verði úthlutað lóðinni Austurkór 46.

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Ég fagna því hversu mörgum lóðum er verið að úthluta, en þetta undirstrikar það sem sem fultrúar Sjálfstæðisflokks hafa haldið fram að fyrstu lóðum á höfuðborgarsvæðinu yrði úthlutað í Kópavogi"

4.1110390 - Austurkór 46. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15/11, umsögn vegna lóðarúthlutunar. Tvær umsóknir bárust um lóðina að Austurkór 46, frá Ragnari Kristni Ingasyni og Gróu Hlín Jónsdóttur annars vegar og Georg Gíslasyni og Júlíu Egilsdóttur hins vegar. Lagt er til að dregið verði á milli umsókna í samræmi við úthlutunarreglur Kópavogsbæjar. Ýr Vésteinsdóttir,fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni.

Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Georg Gíslasyni og Júlíu Egilsdóttur verði úthlutað lóðinni Austurkór 46.

5.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Frá deildarstjóra eignadeildar. Tilboð um kaup á þremur íbúðum.

Samþykkt.

6.1111340 - Kjóavellir. Kostnaðaráætlun fyrir hesthúsasvæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Lagt fram.

 

Vísað til umræðu í bæjarráði þar sem viðræðunefnd hestamannafélaganna mætir á næsta fund ráðsins.

7.1105152 - Austurkór 90. Lóðarumsókn, (er nú nr. 102)

Umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs um beiðni um aðilaskipti lögð fram.

Samþykkt.

8.1111295 - Arakór 1. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Ingva Ingólfssyni og Stefaníu Óladóttur verði úthlutað lóðinni Arakór 1.

9.1111314 - Austurkór 7-13. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Mótanda ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 7,9,11 og 13.

10.1110404 - Austurkór 80-82. Lóðaumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að S.Þ. verktökum ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 80 og 82.

11.1111315 - Austurkór 91-99. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Gögn með umsókn ekki fullnægjandi til þess að hægt sé að afgreiða hana. Skrifstofustjóra umhverfissviðs falið að auglýsa lóðina áfram.

12.1111351 - Austurkór 91-99. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Gögn með umsókn ekki fullnægjandi til þess að hægt sé að afgreiða hana. Skrifstofustjóra umhverfissviðs falið að auglýsa lóðina áfram.

13.1111321 - Austurkór 94. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Upp-slætti ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 94.

14.1111316 - Austurkór 96. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Hvalsnesi ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 96.

15.1111318 - Austurkór 100. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Gögn með umsókn ekki fullnægjandi til þess að hægt sé að afgreiða hana. Skrifstofustjóra umhverfissviðs falið að auglýsa lóðina áfram.

16.1108152 - Álmakór 7 og 9. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Húseik ehf. verði úthlutað lóðunum Álmakór 7 og 9.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs.

17.1111294 - Fróðaþing 14. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Gögn með umsókn ekki fullnægjandi til þess að hægt sé að afgreiða hana. Skrifstofustjóra umhverfissviðs falið að auglýsa lóðina áfram.

18.1111326 - Hálsaþing 9-11. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Byggingarfélaginu Boga ehf. verði úthlutað lóðunum Hálsaþing 9 og 11.

19.1111298 - Þrúðsalir 1. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að SG smið ehf. verði úthlutað lóðinni Þrúðsalir 1.

20.1111297 - Þrymsalir 8. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn dags. 15/11.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að SG smið ehf. verði úthlutað lóðinni Þrymsalir 8.

21.1111387 - Lóðaúthlutanir.

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

 

"Lagt er til að skoðað verði hvort möguleiki sé að fjölga fjölbýlishúsalóðum í Kópavogi.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Framkvæmdaráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.

22.1003243 - Lækjarbotnaland - lóðarleigusamningar.

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

Hver er staðan á máli varðandi endurnýjun lóðarleigusamninga í Lækjarbotnum?

Fundi slitið - kl. 11:30.