Framkvæmdaráð

47. fundur 20. mars 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson
  • Gunnar Ingi Birgisson
  • Ómar Stefánsson
  • Pétur Ólafsson
  • Arnþór Sigurðsson
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson verkefnastjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1302637 - Fróðaþing 14. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Ottó Garðari Eiríkssyni og Hagrúnu B. Haraldsdóttur verði úthlutað lóðinni Fróðaþing 14.

2.1303292 - Vesturvör. Sjósetningaraðstaða með viðlegukanti. Samningur um afnotarétt.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Framkvæmdaráð leggur til að málinu verði vísað til hafnastjórnar og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1302547 - Kópavogsbraut 41- nýtt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að gengið verði til við samninga við lægstbjóðanda Sérverk ehf.

4.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Frá deildarstjóra eignadeildar

Lagt til að 3 lausar stofur verði settar við Hörðuvallaskóla, 2 við Salaskóla og 2 við Vatnsendaskóla

Tillagan samþykkt.

5.1301594 - Yfirborðsmerkingar gatna, útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Tillaga framkvæmdadeildar um að leitað verði samninga við lægstbjóðenda GSG Vegmerking ehf. samþykkt samhljóða.

6.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Tillaga framkvæmdadeildar um að leitað verði samninga við lægstbjóðenda Fagverk verktakar ehf. samþykkt samhljóða.

7.1303293 - Útboð. Rammasamningur umhverfissviðs - framkvæmdadeild.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Óskað er heimildar framkvæmdaráðs til að bjóða út smærri verk í rammasamningi með möguleika á örútboðum.

Stefán L. Stefánsson gerir grein fyrir málinu.

Framkvæmdaráð veitir heimildina.

8.1204003 - Vatnsendakrikar. Nýting Kópavogsbæjar á grunnvatni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Umssögn frá sviðstjóra lögð fram og áréttað að sveitafélögin á höfuðborgasvæðinu komi sér saman um með hvaða hætti vatnsbólin verði nýtt til framtíðar.

9.1301087 - Samþykkt um gatnagerðargjöld 2013.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi drög verði samþykkt.

10.1302228 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Framkvæmdaráð samþykkir umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs.

11.1303291 - Vesturvör 40 og 42-48 Umsókn um lóðaúthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Framkvæmdaráð leggur til að málinu verði vísað til hafnastjórnar og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Önnur mál:
lagðar fram niðurstöður úr sameiginlegu útboði með Reykjavíkurborg í stofnstíg austan Reykjanesbrautar.
Óskað er eftir að lagður verði fram listi yfirframkvæmdir á næsta fundi framkvæmdaráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.