Framkvæmdaráð

49. fundur 24. apríl 2013 kl. 08:20 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson
  • Guðríður Arnardóttir
Fundargerð ritaði: Þuríður Björk Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1304282 - Fróðaþing 44. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Fróðaþing nr. 44 frá Ríkharði Flemming Jenssen kt. 210169-4079 og Elvu Björk Sigurðardóttur kt. 271171-5289. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lagt er til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Fróðaþing nr. 44.

2.1304202 - Lóð fyrir skreiðarverkun

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóð undir skreiðarverkun. Engin slík lóð er til úthlutunar. Skrifstofustjóra er falið að tilkynna umsækjanda um að ekki sé unnt að verða við erindinu. 

3.1301618 - Álfabrekka gatnagerð endurnýjun lagna, útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Á fundi framkvæmdaráðs 10. apríl sl. var kynnt niðurstaða útboðs gatnagerðar í Álfabrekku. Lægstbjóðandi hefur óskað eftir að draga tilboð sitt til baka og hefur verið fallist á það. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Óskatak ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

4.1304099 - Vallaþing, gatnagerð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Á fundi framkvæmdaráðs 10. apríl sl. var óskað eftir kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð í Vallaþingi. Lagt var fram minnisblað um frumáætlun vegna framkvæmda. Í fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir 4 milljónum í framkvæmdir.

5.1301621 - Fífan gervigras endurnýjað, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Þann 9. apríl sl. voru opnuð tilboð í verkið "Knattspyrnuhúsið Fífan, nýtt gervigrasyfirborð - gerviefni á hlaupabrautir." Lagt er fram mat á tilboðum. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Metatron ehf. um tilboð nr. 5. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1303293 - Útboð. Rammasamningur umhverfissviðs - framkvæmdadeild.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Þann 11. apríl sl. voru opnuð tilboð í verkið "Rammasamningsútboð með örútboðum. Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið Kópavogsbæjar - framkvæmdadeild." 41 verktaka var gefinn kostur á að gerast aðili að rammasamningi og skiluðu 26 verktakar tilboði í tiltekna verkflokka.  Samþykkt að vísa málinu til  afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ómar Stefánsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.

7.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Garðyrkjustjóri gerði grein fyrir stöðu ráðninga vegna sumarstarfa hjá Kópavogsbæ 2013. Stefnt er að því að ljúka ráðningum fyrir 13. maí n.k. í stað 1. maí, eins og fyrirhugað var. Um næstu mánaðarmót verði kannað hjá þeim umsækjendum sem ekki hafa verið ráðnir hjá Kópavogsbæ hvort þeir séu komnir með aðra vinnu. Málið verði lagt fyrir á næsta fundi framkvæmdaráðs. Framkvæmdaráð samþykkir tillögur garðyrkjustjóra.

8.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfissvið og fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 22. apríl 2013. Erindið varðar kaup Kópavogsbæjar á félagslegum leiguíbúðum. Reglugerð um skilyrði lána til leiguíbúða hefur ekki enn verið sett. Í fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir kr. 70 milljónum til eignakaupa húsnæðisnefndar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra verði falið að kaupa íbúðir árið 2013 fyrir um kr. 70 milljónir, óháð lánveitingum íbúðarlánasjóðs. Bæjarstjóra falið að senda bréf til velferðarráðherra vegna dráttar á setningu reglugerðar um lán til kaupa á félagslegu húsnæði.

9.1211108 - Austurkór 1 leikskóli, stjórnsýslukæra vegna útboðs Kópavogsbæjar

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Lagt fram erindi skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 23. apríl 2013, þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu kærunefndar útboðsmála varðandi Austurkór 1, leikskóla. Þann 15. apríl sl. kvað kærunefndin upp úrskurð, þar sem fallist var á kröfu Kópavogsbæjar um að vísa málinu frá.

10.1304388 - Strætó, biðstöðvar í Kópavogi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Lagt fram fram erindi umbótahóps Strætó bs. Samantekt frá því vorið 2011 og stöðumat miðað við október 2012. Erindið varðar m.a. biðstöðvar, hraðahindranir, beygjuafreinar, þröng gatnamót og vagnstæði í Hamraborg. Sviðsstjóra falið að leggja fram forgangsraðaðan lista fyrir næsta fund framkvæmdaráðs.

11.1304188 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda við nýbyggingar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Byggingafulltrúi gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýbyggingar. Byggingafulltrúi mætir á næsta fund framkvæmdaráðs þar sem ítarlegar verði gerð grein fyrir stöðu framkvæmda við nýbyggingar.

12.1304038 - Skemmuvegur 50, umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Lagt fram erindi skrifstofustjóra umhverfissviðs dags. 23. apríl 2013, þar sem gerð er grein fyrir fundi sviðsstjóra og skrifstofustjóra þann 22. apríl sl. með framkvæmdastjóra Sólsteina S. Helgason vegna umsóknar um lóðina Skemmuvegur 50. Sviðsstjóra falið að vinna áfram í málinu. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Guðríður Arnardóttir greiðir atkvæði á móti.

 

Guðríður Arnardóttir bókar:

Undirrituð telur eðlilegt að lóðin sé verðmetin og hún auglýst til úthlutunar eins og allar lóðir á forræði bæjarins. Þannig sé jafnræðis gætt gagnvart þeim sem mögulega hafa áhuga á að nýta þessa lóð.

13.1304461 - Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni um losun taðs við hesthúsin í Kópavogi.

Hjálmar Hjálmar spurðist fyrir um tilhögun á losun á hrossataði í hesthúsahverfum á Heimsenda og við Kjóavelli.

Fundi slitið - kl. 10:15.