Hafnarstjórn

85. fundur 25. október 2012 kl. 16:30 - 17:15 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erlendur H Geirdal varafulltrúi
  • Þorleifur Friðriksson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1207117 - Kópavogshafnir. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Lögð fram áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum, dags. 19. október.

Hafnarstjórn samþykkir framlagða áætlun samhljóða.

2.1210442 - Úttekt á slysavörnum í Kópavogshöfn

Bréf Siglingastofnunar Íslands, dags. 22. október, varðandi úttekt á slysavörnum í Kópavogshöfn.

Lagt fram.

Hafnarstjórn felur hafnarverði að yfirfara athugasemdir og lagfæra í samræmi við athugasemdalista.

3.1210453 - Frumvarp til laga um breytingu á hafnarlögum - beiðni um umsögn

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á hafnarlögum ásamt beiðni um umsögn.

Hafnarstjórn telur ekki þörf til athugasemda vegna frumvarpsins.

4.1210454 - AMATII verkefni Norðurheimskautsráðsins

Lögð fram beiðni Hafnarsambands Íslands um upplýsingar vegna AMATII verkefnisins.

Hafnarstjórn felur hafnarverði að svara erindinu og uppfræða hafnarstjórn um verkefnið.

Fundi slitið - kl. 17:15.