Hafnarstjórn

89. fundur 25. mars 2013 kl. 16:30 - 16:30 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Erlendur H Geirdal varamaður
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.1303291 - Vesturvör 40 og 42-48. Umsókn um lóðaúthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lagður fram samningur, dags. 19. mars 2013 um úthlutun lóðarréttinda við Vesturvör. Samningurinn er undirritaður af málsaðilum og bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Framkvæmdaráð leggur til að málinu verði vísað til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs, fór annars vegar yfir lóðarsamning Vesturvarar 40 og hins vegar 42 - 48.  Hafnarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

2.1303292 - Vesturvör. Sjósetningaraðstaða með viðlegukanti. Samningur um afnotarétt.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, var lagður fram samningur dags. 19. mars 2013 um afnot og gerð sjósetningaraðstöðu með viðlegukanti við Vesturvör nr. 38-50. Samningurinn er undirritaður af málsaðilum og bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Framkvæmdaráð leggur til að málinu verði vísað til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

3.1109046 - Breytingar á rammareglugerð fyrir hafnir

Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir innihald hafnarreglugerðar m.t.t. lögsögumarka.

Hafnarstjórn óskar eftir því við bæjarráð að reglugerðin verði endurskoðuð.

Fundi slitið - kl. 16:30.