Hafnarstjórn

73. fundur 24. mars 2011 kl. 16:30 - 18:00 í Siglingaklúbbnum Ými Vesturvör
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður bauð nýjan meðlim hafnarstjórnar, Brynjar Örn Gunnarsson, velkominn og þakkaði Erlendi Geirdal fyrir gott samstarf.

Þá óskaði formaður Siglingafélaginu Ými til hamingju með 40 ára afmælið 4. mars sl.

1.11011041 - Erindi Siglingastofnunar til hafnarstjórnar Kópavogshafna

Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23/3 um kostnaðarskiptingu vegna viðhalds og tilhögun framtíðarmerkinga á Skerjafirði. Siglingastofnun hefur fallist á tillöguna fyrir sitt leyti.

Hafnarstjórn fellst á tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs að kostnaðarskiptingu vegna viðhalds og umsýslu sjómerkja á Skerjafirði.

2.1103073 - Ósk um viðræður við Kópavogsbæ varðandi lóð undir hafnsækna atvinnustarfsemi

Lögð fram umsókn O.K. Hull ehf. um lóð á hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn lítur jákvætt á erindið.

3.1103195 - Kópavogshafnir: umsókn um Bláfánann

Hafnarverði falið að kynna sér kostnað við öflun vottunar fyrir Ýmishöfn og leggja fyrir nefndina á næsta fundi hennar.

4.1103293 - Aðstaða smábátaeigenda við höfnina

Aðstaðan við Kópavogshöfn rædd.

Hafnarverði falið að afla upplýsinga fyrir næsta fund.

5.1101915 - Sumarvinna 2011

Hafnarstjórn óskar eftir því að fá aðstoð frá sumarstarfsmönnum í samráði við umhverfissvið, sem sinni einkum hreinsun og merkingum á hafnarsvæðunum.

6.1103294 - Bryggjudagar

Ræddir ýmsir möguleikar.

7.1101010 - Gjaldskrá Kópavogshafnar

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að gjaldskrá Kópavogshafna verði óbreytt fyrir 2011.  Ákvörðun fyrir 2012 verði tekin í nóvember 2011.

Næsti fundur ákveðinn 5. 5. 2011 kl. 16:30 að Bakkabraut 9.

Húsnæði Ýmis var skoðað.

Fundi slitið - kl. 18:00.