Hafnarstjórn

97. fundur 10. nóvember 2014 kl. 16:30 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Andrés Gunnlaugsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán L. Stefánsson
Dagskrá

1.14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.

Stefán L. Stefansson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, kemur á fundinn og kynnir þau tilboð sem bárust.
Kynnt tilboð í grjótvörn á Kársnesi, tilboð frá Loftorku ehf. hefur verið tekið og hafa þeir hafið framkvæmdir. Verkið er hannað af Vegagerðinni/siglingasviði og hafa þeir einnig eftirlit með framkvæmdinni. Gert er ráð fyrir að verkið verði klárað á næstu þremur árum.

2.1410582 - Gjaldskrá Kópavogshafna 2015

Lögð fram gjaldskrá Kópavogshafna fyrir árið 2015
Lögð fram gjaldskrá fyrir árið 2015. Almennt hefur gjaldskráin hækkað um 2% frá árinu 2014 í grein 18 er bætt við ávkæði sem heimilar hafnarstjórn að leggja á allt að þrefalt gjald á báta á landi sem ílengjast lengur en eitt ár á svæðinu.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá og felur bæjarlögmanni að auglýsa hana.
Næsti fundur ákveðin 15. desember n.k.

Fundi slitið.