Hafnarstjórn

70. fundur 02. desember 2010 kl. 17:00 - 18:45 Bakkabraut 9
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Hinriksdóttir formaður
Dagskrá

1.1010015 - Hafnarstjórn 19/10

69. fundur

2.1009068 - Bakkabraut 9. Steypustöðin Borg

Formaður gerði grein fyrir því, að Steypustöðin Borg flutti af Hafnarbraut og lauk flutningum 30. nóvember sl.

Hafnarstjórn fagnar því að Steypustöðin Borg skuli farin af svæðinu og felur hafnarstjóra og deildarstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að hafa samráð við aðra lóðahafa á svæðinu varðandi frágang lóðarinnar þannig að sómi sé að.

3.1010237 - Óskað eftir aðstöðu á Kópavogshöfn fyrir starfsemi fyrirtækisins Dregg ehf

Lagt fram erindi frá Dregg vegna inn- og útflutningsaðstöðu við Kópavogshöfn.

Hafnarstjórn tekur undir álit deildarstjóra framkvæmda- og tæknisviðs um að flutningsaðili leigi svæði á hafnarsvæðinu af Kópavogshöfn og útbúi sér sjálfur viðurkennt tollsvæði, sjái sjálfur um alla vöktun á svæðinu og afgreiðslu af tollsvæðinu.  Flutningaðili sjái um framkvæmd siglingaverndar í samræmi við ISPS - kóða.  Flutningaðili geri áhættumat og verndaráætlun fyrir höfnina.  Flutningsaðili innheimti farm- og hafnargjöld og greiði til Kópavogshafnar.  Kópavogshöfn beri stjórnsýslulega ábyrgð á að lögum og reglugerðum sé framfylgt.  Gerður verði samningur milli Kópavogshafnar og flutningsaðila.

4.1010235 - Úlfurinn - lagerverslun, óskað eftir aðstöðu á svæði Kópavogshafnar til að landa byggingavörum

Lagt fram erindi frá Úlfinum vegna inn- og útflutningsaðstöðu við Kópavogshöfn.

Hafnarstjórn tekur undir álit deildarstjóra framkvæmda- og tæknisviðs um að flutningsaðili leigi svæði á hafnarsvæðinu af Kópavogshöfn og útbúi sér sjálfur viðurkennt tollsvæði, sjái sjálfur um alla vöktun á svæðinu og afgreiðslu af tollsvæðinu.  Flutningaðili sjái um framkvæmd siglingaverndar í samræmi við ISPS - kóða.  Flutningaðili geri áhættumat og verndaráætlun fyrir höfnina.  Flutningsaðili innheimti farm- og hafnargjöld og greiði til Kópavogshafnar.  Kópavogshöfn beri stjórnsýslulega ábyrgð á að lögum og reglugerðum sé framfylgt.  Gerður verði samningur milli Kópavogshafnar og flutningsaðila.

Önnur mál voru engin.

Þessi fundur er síðasti fundur á árinu og verður næsti fundur í janúar.

Fundi slitið - kl. 18:45.