Hafnarstjórn

80. fundur 06. mars 2012 kl. 16:30 - 18:00 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Jóhannes Stefánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Brynjar Örn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ómar Stefánsson varamaður
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá
Aldursforseti Gísli Steinar Skarphéðinsson setti fundinn.

1.1006244 - Kosningar í hafnarstjórn 2010 - 2014

Kosning formanns og varaformanns hafnarstjórnar.

Kosinn formaður:  Jón Daði Ólafsson.

Kosinn varaformaður:  Margrét Sigmundsdóttir.

2.1202618 - Vorverk við hafnirnar 2012

Hafnarvörður lagði fram verkefnalista 2012:
1. Laga dekk (fríholt) á báðum bryggjum gömlu og norðurgarði.
2. Setja upp ljós við uppgöngustiga á norðurgarði (krafa frá Siglingamálastofnun).
3. Laga malbiksskemmdir við norðurgarð.
4. Endurnýjun á festingum á fingrum á flotbryggju 1. Er orðið verulega fúið og mun ekki þola annan vetur.
5. Laga upptökuramp við Ýmishöfn.
6. Verulegt átak með tiltekt á hafnarsvæðinu.

Rætt um kostnað við einstaka liði.  Samþykkt að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir næsta fund.  Þá er hafnarstjóra falið að leggja fram fjárhagsheimildir til stofnkostnaðar á árinu 2012.

3.1203032 - Erindi varðandi Ýmishöfn

Frá Siglingafélaginu Ými, ósk um dýpkun Ýmishafnar.

Júlíusi hafnarverði falið að kanna hversu mikil þörf er á dýpkun á árinu og þá leggja fram áætlun um kostnað og mögulega verktaka.

Hafnarstjóra er falið að ræða við menntasvið um skiptingu kostnaðar milli hafnarinnar og Ýmis hvað varðar mannvirki á landi.

4.1009068 - Bakkabraut 9, Steypustöðin Borg.

Gísli S. Skarphéðinsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn til hafnarstjóra:

Kannað verði hvort kostnaður vegna hreinsunar á flutningi Steypustöðvarinnar Borgar hafi fengist greiddur.

Fundi slitið - kl. 18:00.