Hafnarstjórn

79. fundur 31. janúar 2012 kl. 16:30 - 18:00 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Ingibjörg Hinriksdóttir formaður
  • Brynjar Örn Gunnarsson aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Jón Daði Ólafsson aðalmaður
  • Evert Kristinn Evertsson aðalmaður
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálsdóttir Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1112030 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2012

Formaður fór yfir gjaldskrá Kópavogshafna.

Samþykkt samhljóða.

2.1112074 - Tillaga um verbúðir

Hafnarvörður fór yfir nokkra möguleika á verbúðum við Kópavogshöfn.

Stjórnin fól hafnarverði að afla frekari upplýsinga, einnig varðandi kostnað og mögulegar leigutekjur.

3.1102660 - Hugmyndir til tekjuaukningar fyrir Hafnarstjórn Kópavogshafna.

Formaður fór yfir tillögur frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og ræddi þær aðgerðir sem gripið hefði verið til varðandi úrbætur.

Hafnarstjóra falið að kaupa lénið kopavogshafnir.is og tengingu við heimasíðu Kópavogsbæjar.  

Stjórnin færði formanni þakkir fyrir að útbúa heimasíðuna.

4.1110195 - Flugferlar yfir Kársnesi, sem frestað var á fundi 77 í hafnarstjórn.

Lagt fram bréf frá umhverfissviðs, skipulags- og byggingardeild, dags. 3.1. 2012.

Hafnarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar, þar sem hún fagnar því að flugmálastjórn muni fylgja eftir reglum um flugumferð að og frá flugvellinum.

Hafnarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar er varðar komu stórra vöruflutningaskipa í Kópavogshöfn, hæðartakmörk þeirra m.t.t. flugumferðar og tilkynningaskyldu, sem rædd var á fundi skipulagsstjóra Kópavogs og fulltrúa Ísavía ohf., skv. meðfylgjandi minnisblaði dags. 22.11. 2011.

5.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar.

Samningur um umsjón og rekstur verndarsvæðis Skerjafjarðar innan marka Kópavogsbæjar, dags. 30.1. 2012 milli Umhverfisstofnunar annars vegar og Kópavogsbæjar og Náttúrufræðistofu Kópavogs hins vegar.

Lagt fram.

6.1202034 - Hugmynd að tekjuauka fyrir Kópavogshafnir.

Lögð fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins i hafnarstjorn:

"Í ljósi þess að samkvæmt gjaldskrá Kópavogshafna eru langstærstu tekjumöguleikar á stærri skipum með mikið af farþegum þá bendum við á að rétt sé að bjóða aðstöðu hafnarinnar fyrir skemmtiferðaskip.

Ljóst er að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip er ört vaxandi.  Við teljum það meira en sjálfsagt að verða við þessari auknu eftirspurn og bjóðast til að þjónusta þennan vaxtarbrodd.

Kópavogshafnir geta boðið mun betra verð heldur en Faxaflóahafnir eru að bjóða. Þar sem um er að ræða nýtingu á höfninni sem er bæði ónýtt sem stendur, og eins langt og hægt er að sjá, þá eru þessar tekjur fundið fé þrátt fyrir afslátt sem þyrfti að gefa til að komast undir Faxaflóahafnir.

Hafnarkostnaður er töluverður kostnaðarliður fyrir skipafélögin og því þætti þeim velkomið að finna ódýrari lausn.

Þvert á viðteknar hugmyndir þá hentar Kópavogshöfn mjög vel fyrir skemmtiferðaskip.  Rétt fyrir utan núverandi norðurkant liggur verulega djúpur áll með dýpi upp á 10-15 metra.  Hægt er að framlengja legukantinn með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og kostnaði.  Þegar hefur verið gerð áætlun upp á ca. 1-1,5 milljón á lengdarmetra, að reka niður þil.  Augljóst er að sú fjárfesting myndi greiða sig upp fyrsta sumarið og meira til.

Fyrirtæki í Kópavogi hafa þegar lýst sig bæði reiðubúin og áhugasöm til að þjónusta þessa nýju viðbót í ferðamennsku.  Rútufyrirtæki, fyrirtæki í smábátaþjónustu, s.s. sjóstangaveiði, skoðunarferðir o.fl., bílaleigur og fleiri.

Umferð um Kársnesið er ákveðið umhugsunarefni.  Í öllum tilvikum yrði sú umferð frá kl. 8 til 16 á daginn.  Mjög ströng regla er að allir verði að koma um borð fyrir 16 eða 17.  Það þýðir að bæði er þetta rólegasti umferðartími dagsins OG þetta er tíminn sem veldur íbúum Kársness minnstu ónæði af augljósum ástæðum.

Til framtíðar mætti einnig hugsa að ef og þegar göngubrú kemur yfir Fossvoginn, þá er mun styttra fyrir ferðamenn að ganga í bæinn frá Kópavogshöfn heldur en frá Sundahöfn.  Einnig er það mun fallegri leið.

Jón Ólafsson  Evert Kr. Evertsson"

Fundi slitið - kl. 18:00.