Hafnarstjórn

95. fundur 07. apríl 2014 kl. 17:00 - 17:30 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Birgir Ari Hilmarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1403809 - Ársreikningur - Hafnarmál

Lagður fram ársreikningur Kópavogshafnar 2013.
Fjármálastjóri Kópavogs, Ingólfur Arnarson, kynnti reikninginn.

Rætt var um hvort úthlutun á lóðum ætti að fara í gegnum hafnarsjóð til að greiða hraðar niður lán sem hvílir á hafnarsjóði.

Fjármálastjóra falið að leggja fram minnisblað varðandi málið.

Fundi slitið - kl. 17:30.