Hafnarstjórn

102. fundur 05. apríl 2016 kl. 16:00 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Helga Guðný Sigurðardóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1510046 - Beiðni um viðræður um úthlutun lóðar á Kársnesi fyrir höfuðstöðvar WOW air.

Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri gerði grein fyrir málinu auk þess sem hann fór yfir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í nágrenni hafnarinnar.
Þá var rætt um mikilvægi tengingar (brúnnar) yfir Fossvog í tengslum við uppbyggingu á nesinu.
Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með væntanlega uppbyggingu.

2.1512817 - Gjaldtaka í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.

Frá bæjarráði, erindi bæjarlögmanns, dags. 12. febrúar, lagt fram bréf ásamt uppfærðri gjaldskrá fyrir Kópavogshöfn með nýju ákvæði um gjaldtöku vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum í samræmi við reglugerð nr. 1201/2014.

Bæjarráð vísar málinu til hafnarstjórnar til umsagnar.

Hafnarstjórn mælir með því við bæjarráð að verðskráin verði samþykkt.
3. Önnur mál
Hafnarvörður mun skila lista yfir nauðsynlegustu framkvæmdir við höfnina á næsta fundi hafnarstjórnar.

b) Hafnarvörður fór yfir dekkun myndavélakerfis við höfnina.

c) Hafnarvörður gerði stutta grein fyrir framgangi hleðslu kants á fyllingunni vestast.

Fundi slitið.