Hafnarstjórn

74. fundur 05. maí 2011 kl. 16:30 - 15:30 að Bakkabraut 9
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri
Dagskrá

1.1105020 - Ársreikningur Kópavogshafnar 2010

Guðrún Pálsdóttir, hafnarstjóri, fór yfir reikninga Hafnarsjóðs Kópavogs fyrir árið 2010 og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Ársreikningur Hafnarsjóðs Kópavogs samþykktur og undirritaður.

2.1103195 - Kópavogshafnir: Umsókn um Bláfánann

Hafnarstjórn sýnir því skilning að umhverfis- og samgöngunefnd hafi lagt til að sótt verði um Bláfána fyrir Ýmishöfn.

Þar sem ekki er búið að taka út höfnina og fjárhagslegt svigrúm takmarkað, telur hafnarstjórn ekki tímabært að sækja um Bláfánann að sinni.

3.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Hafnarstjórn óskar eftir upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfissviðs um hvaða framkvæmdir eiga sér stað á lóð Hafnarbrautar 9.

4.1009068 - Bakkabraut 9, Steypustöðin Borg. Frágangur lóðar

Hafnarstjórn felur bæjarlögmanni og byggingarfulltrúa að leggja á og innheimta dagsektir vegna frágangs Steypustöðvarinnar Borgar, sbr. bókun hafnarstjórnar 72. fundar 2. tl. þann 24/2 2011.

5.1103294 - Bryggjudagar

Málið rætt.

Formanni falið að koma hugmyndum nefndarmanna á framfæri við þartilbærra aðila.

6.1105022 - Afleysing hafnarvarðar

Rætt um staðgengil fyrir hafnarvörð vegna sumarafleysinga.

7.1103015 - Hafnarstjórn - 73

Fundargerð hafnarstjórnar, 73. fundar 24/3, lögð fram til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 15:30.