Hafnarstjórn

104. fundur 10. október 2016 kl. 16:30 - 17:45 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Stefán Loftur Stefánsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

Almenn mál

1.1610172 - Hugsanlegir flutningar Hafrannsóknarstofnunar í Kópavog.

Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri, fór yfir málið hvað varðar skipulag við Vesturvör 29, sem mun taka miklum breytingum í útliti og innra skipulagi.
Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, fór yfir tekjur að hafnargjöldum og kostnað við stækkun norðurgarðsins vegna flutninganna.

Almenn mál

2.1610171 - Viðhald og framkvæmdir á hafnarsvæði

Júlíus Skúlason, hafnarvörður, gerði grein fyrir málinu.
Stefáni L. Stefánssyni, deildarstjóra framkvæmda, falið að kanna kostnað og málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Almenn mál

3.1311180 - Grjóthleðsla meðfram fyllingu Kópavogshafnar

Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmda, fór yfir stöðu mála á hleðslu sjóvarnargarðs á fyllingu. Áætlað er að henni ljúki innan 2ja ára.

Almenn mál

4.1610170 - Rusl á hafnarsvæði

Fjallað um rusl á hafnarsvæðinu.
Ákveðið að leyta til heilbrigðiseftirlits og kanna möguleika til úrlausnar.

Almenn mál

5.1311182 - Vöktun öryggismyndavéla á hafnarsvæðinu

Hafnarstjórn fer þess á leit við Kópavogsbæ að eftirlitsmyndavélar hafnarinnar verði tengdar inn á heimasíðu bæjarins.

Fundi slitið - kl. 17:45.