Hafnarstjórn

108. fundur 07. maí 2018 kl. 16:15 - 17:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalfulltrúi
  • Páll Marís Pálsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Guðný Sigurðardóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

Almenn mál

1.1712208 - Ársreikningur Kópavogshafna 2017

Ársreikningur Kópavogshafna, Ingólfur Arnarsson, fjármálastjóri Kópavogs fór yfir reikninginn og gerði grein fyrir helstu liðum.
Ársreikningurinn samþykktur með öllum atkvæðum.

Almenn mál

2.1805258 - Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleyfa skipa

Lögð fram áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleyfa skipa.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn mál

3.1805259 - Ýmis mál í hafnarstjórn

Farið yfir framvkæmdir og skipulag á hafnarsvæðinu og vestanverðu Kársnesi.

4. Gera þarf átak í að fjarlægja gáma, vélar og rusl á hafnarsvæðinu sbr. fyrri samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.