Hafnarstjórn

113. fundur 20. febrúar 2020 kl. 16:30 - 17:17 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Jón Guðlaugur Magnússon aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður hafnarstjórnar
Dagskrá

Almenn mál

1.1805259 - Ýmis mál í hafnarstjórn

1) Ráðning hafnarvarðar.

2) Verkefni framundan.
1) Hafnarstjóri gerði grein fyrir ráðningu hafnarvarðar. Atli Hermannsson var ráðinn hafnarvörður og var hann boðinn velkominn til starfa af hafnarstjórn.

2) Lagður fram listi frá hafnarstjórn yfir verkefni sem þarf að sinna við Kópavogshöfn. Vísað til hafnarvarðar.

Gestir

  • Atli Hernansson, hafnarvörður - mæting: 16:30

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.19081181 - Endurskoðuð áætlun móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleyfa skipa

Frá bæjarráði, dags. 23. janúar, lögð fram 2 erindi frá Umhverfisstofnun sem vísað er til afgreiðslu hafnarstjórnar.

1. Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 14. janúar 2020, um eftirit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

2. Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 19. desember 2019, um staðfestingu á áætlun Kópavogshafna um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.
1. Lagt fram.

2. Áætlun Kópavogshafna lögð fram og hún staðfest.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

3.2001310 - Bláfáni 2020

Frá umhverfis- og samgönguefnd, dags. 21. janúar 2020, lagt fram erindi með ósk um að hefja undirbúningsvinnu við að sækja Bláfána fyrir Ýmishöfn 2020 og Kópavogshöfn 2021.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarverði að vinna það áfram með siglingaklúbbinum Ými og umhverfis- og samgöngunefnd.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.1911567 - Fyrirspurn um aðkomu Hafnarstjórnar að ýmsum málum. Frá Guðmundi Geirdal

Frá lögfræðideild dags. 3. desember, lögð fram umsögn um fyrirspurn um hlutverk hafnarstjórnar og aðkomu hennar að málum. Lagt fyrir forsætisnefnd þann 6. desember og vísað til hafnarstjórnar til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:17.