Hafnarstjórn

119. fundur 19. apríl 2021 kl. 12:00 - 13:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Jón Guðlaugur Magnússon aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
  • Atli Hermannsson eftirlitsmaður
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður hafnarstjórnar
Dagskrá

Almenn mál

1.2101185 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2020

Frá fjármálastjóra, lagður fram ársreikningur Kópavogshafnar fyrir árið 2020. Ingólfur Arnarson fjármálastjóri fór yfir reikninginn og gerði grein fyrir helstu liðum.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan ársreikning með öllum greiddum atkvæðum.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 12:00

Almenn mál

2.2101755 - Viðbragðsáætlun Kópavogshafnar 2021

Frá Umhverfisstofnun, dags. 8 apríl 2021, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er samþykki Umhverfisstofnunar á viðbragðsáætlun Kópavogshafnar fyrir árið 2021.
Lagt fram.

Almenn mál

3.1811138 - Önnur mál - hafnarstjórn

Frá Atla Hermannsyni hafnarverði, dags. 15. apríl 2021, lagður fram verkefnalisti hafnarvarðar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.