Hafnarstjórn

122. fundur 28. október 2021 kl. 12:00 - 13:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson
  • Birkir Rútsson
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður hafnarstjórnar
Dagskrá

Almenn mál

1.2110759 - Erindi til hafnastjórnar Kópavogs. Aðstaða fyrir farþegabáta

Frá Seatrips ehf., dags. 21. október 2021, lagt fram erindi varðandi aðstöðu fyrir farþegabáta við Kópavogshöfn.
Frestað til næsta fundar sen fyrirhugaður er 11. nóvember 2021.

Almenn mál

2.2110719 - Vefsíða fyrir Kópavogshöfn

Kynning á vefsíðu Kópavogshafnar.
Atli Hermansson hafnarvörður kynnir.

Almenn mál

3.2110791 - Kópavogshöfn. Ferðaþjónustutengd aðstaða

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 26. október 2021, lögð fram möguleg útfærsla á hvernig hægt væri að koma fyrir ferðaþjónustutengdri aðstöðu við Kópavogshöfn sem samanstendur af flotbryggju/m, söluaðstöðu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, stígum og aðstöðu fyrir bíla. Útfærslan er byggð á núverandi gildandi deiliskipulagi.
Birkir Rútsson kynnir.

Almenn mál

4.2110801 - Áningarstaður Kópavogshöfn

Kynning á fyrirhuguðum áningarstað sem kosinn var inn í íbúakosningu Okkar Kópavogur 2019 og er að koma til framkvæmda nú. Áningarstaðurinn verður staðsettur yst við grjótvörn við smábátahöfnina og gerðir stígar vestur frá bryggjuvör og út grjótvörnina. Á áningarstaðnum verða setstallar, bekkir og upplýsingaskilti.
Birkir Rútsson kynnir.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

5.2109683 - Fundir nefnda og ráða

Frá lögfræðideild, dags. 30. september 2021, lögð fram umsögn varðandi þóknanir fyrir fundi nefnda og ráða hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.