Hafnarstjórn

83. fundur 08. júní 2012 kl. 12:00 - 13:00 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Birgir Ari Hilmarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri, kynnti tillögu skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Vesturvör 38 - 50.

Ingibjörg Hinriksdóttir bókar og Margrét Sigmundsdóttir tekur undir:

"Geri athugasemd við þann skamma tíma sem ég hafði til undirbúnings vegna þessa fundar.Fundarboð barst með innan við 24 tíma fyrirvara áður en fundur hófst.Vona ég að þetta fundarboð hafi verið undantekning en verði ekki regla.

Ingibjörg Hinriksdóttir"

Formaður bar tillöguna undir atkvæði og var hún samþykkt með þremur atkvæðum.Einn sat hjá.

Ingibjörg bókaði:

"Í fljótu bragði líst mér vel á fyrirliggjandi tillögu og vona að það verði unnið áfram með hana.Hins vegar treysti ég mér ekki til að fallast á tillöguna án frekari skoðunar og sit því hjá.

Ingibjörg Hinriksdóttir"

Ingibjörg bókar eftirfarandi fyrirspurn:

"Hverjar verða tekjur hafnarsjóðs af sölu þessara lóða?

Ingibjörg Hinriksdóttir"

Fundi slitið - kl. 13:00.