Hafnarstjórn

81. fundur 12. apríl 2012 kl. 16:30 - 18:30 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Jóhannes Stefánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.1202618 - Vorverk við hafnirnar 2012 - Flotbryggja 1.

Nauðsynlegt að framkvæma viðgerðir. Verkið er það stórt að gera þarf verðkönnun.

Júlíusi falið að fylgja málinu eftir í samráði vð umhverfissvið.

2.1202618 - Vorverk við hafnirnar 2012 - Ljós á Norðurgarðinum

Nýtt ljós við uppgöngustiga á Norðurgarðinum. Áætlaður kostnaður kr. 300.000,-.

Hafnarstjóra falið að setja fram framkvæmdaáætlun.

3.1203032 - Ýmishöfn

Ekki liggur fyrir kostnaður vegna dýpkunar. Verið að vinna í því að fá verð frá Björgun og hugsanlega fleiri aðilum.
Ekki er til fjármagn fyrir öryggismyndavélar á bryggju, eins og óskað hafði verið eftir.

Tekin verður afstaða til lýsingar þegar kostnaður liggur fyrir.

4.1204067 - Hafnardagur 2012

Jóni Daða og Ingibjörgu falið að skoða möguleika á því hvort forsendur séu fyrir hafnardögum og þá setja fram hugmyndir að því hvernig að þeim verði staðið, ásamt kostnaðaráætlun.

5.1204184 - Afleysing fyrir hafnarvörð

Enginn afleysingamaður er til staðar.

Hafnarstjórn veitir heimild til þess að kosta mann á vigtarnámskeið gegn því að hann skuldbindi sig til afleysinga.  Leitað verður eftir aðila innan bæjarkerfisins.

Ingibjörg benti á nauðsyn þess að setja gjaldskrá hafnarinnar inn á vef bæjarins.

Næsti fundur 7. maí kl. 16:30.

Fundi slitið - kl. 18:30.