Hafnarstjórn

78. fundur 05. desember 2011 kl. 16:30 - 18:00 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Ingibjörg Hinriksdóttir formaður
  • Brynjar Örn Gunnarsson aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Jón Daði Ólafsson aðalmaður
  • Evert Kristinn Evertsson aðalmaður
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálsdóttir Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Formaður fór yfir minnisblað umhverfissviðs frá 16. 06. 2011.

Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til byggingarfulltrúa að hann fylgi eftir hreinsunarátaki 2011 og beiti tiltækum ráðum, svo sem dagsektum, til að ná fram bættri umgengni á svæðinu.

2.1112030 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2012

Formaður fór yfir gjaldskrá Kópavogshafna, lagði til hækkun á gjaldskrám og breytingar á einstökum greinum gjaldskrárinnar, einnig að 14. gr. og 19. gr. núgildandi gjaldskrár falli út.

Hafnarstjórn samþykkti að fela bæjarlögmanni, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að breyta gjaldskránni og auglýsa nýja gjaldskrá í Stjórnartíðindum.  

3.1111552 - Fjárhagsáætlun 2012

Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögum að fjárhagsáætlun 2012 sem lögð var fram á fundi hafnarstjórnar þann 24. nóvember sl.

4.1112036 - Umferð hraðbáta og sæþotna

Lagt fram erindi Eiríks Sigurðssonar, dags. 30/11 2011, sem barst í tölvupósti og varðar umferð sæþotna og hraðskreiðra báta í og utan við umráðasvæði Kópavogshafna.

Hafnarstjórn tekur undir áhyggjur þær sem koma fram í bréfinu og felur hafnarstjóra og formanni að svara bréfritara.

5.1112074 - Tillaga um verbúðir

Brynjar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Hafnarstjórn felur hafnarverði að kanna hvort þörf fyrir verbúðir fyrir smábátaeigendur hafi aukist á stór-Reykjavíkursvæðinu og hvort fýsilegt sé að auka umsvif Kópavogshafnar með því að byggja slík mannvirki í einfaldri mynd á Norðurgarði.

Tillagan rædd og samþykkt að fela hafnarverði og formanni hafnarstjórnar að kanna hvort undirliggjandi þörf fyrir verbúðir sé fyrir hendi.

Jóla- og nýársóskir frá formanni með þökk fyrir gott samstarf.

Fundi slitið - kl. 18:00.