Hafnarstjórn

69. fundur 19. október 2010 kl. 17:00 - 18:30 í Siglingaklúbbnum Ými Vesturvör
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálsdóttir Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1009068 - Bakkabraut 9, Steypustöðin Borg

Formaður Ingibjörg Hinriksdóttir fór yfir málefni Steypustöðvarinnar Borgar.  Lagt fram bréf Steypustöðvarinnar Borgar dags. 12/10 2010.

Hafnarstjórn tekur undir bréf bæjarlögmanns og byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar, dags. 11/10 2010, þar sem Steypustöðinni Borg er tilkynnt að ólögmæt starfsemi hennar verði stöðvuð 20/10 2010.  Hafnarstjórn hvetur bæjarráð til að sjá til þess að hin ólögmæta starfsemi Steypustöðvarinnar Borgar verði stöðvuð hið fyrsta og fyrirtækinu gert að standa skil á greiðslu fyrir það tjón, sem hefur orðið á götum og fráveitulögnum og á landfyllingu og athafnasvæði hafnarinnar.

2.812068 - Naustavör 20. Bryggjuhverfi. Siglingaklúbbur Ýmis. Samkomulag um uppbyggingu á húsnæði fyrir Sigling

Málefni hafnarinnar á athafnasvæði Ýmis.

Farið var yfir samning Kópavogsbæjar við Ými.

3.1010235 - Óskað eftir aðstöðu á svæði Kópavogshafnar til að landa byggingavörum

Hafnarvörður gerði grein fyrir áætluðum kostnaði vegna starfseminnar.

Hafnarstjórn felur hafnarverði að hafa samband við umsóknaraðila og kostnaðar reikna útgjöld og mögulegar tekjur við þá starfsemi sem gæti skapast í höfninni.

4.1010237 - Óskað eftir aðstöðu á Kópavogshöfn fyrir starfsemi fyrirtækisins Dregg ehf

Hafnarvörður gerði grein fyrir áætluðum kostnaði vegna starfseminnar.

Hafnarstjórn felur hafnarverði að hafa samband við umsóknaraðila og kostnaðar reikna útgjöld og mögulegar tekjur við þá starfsemi sem gæti skapast í höfninni.

5.1002092 - Kópavogshöfn. Ný gjaldskrá.

Gjaldskrá Kópavogshafnar, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 6/10 2010.  Lögð fram.

6.1009213 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa

Hafnarvörður greindi frá því að Lómurinn, sem hefur legið við bryggju frá 19/6 2008 muni fara þann 20/10 2010 kl. 10.

Næsti fundur verði 16/11 2010 kl. 17:00.

Fundi slitið - kl. 18:30.