Hafnarstjórn

72. fundur 24. febrúar 2011 kl. 16:30 - 17:45 Bakkabraut 9
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.11011041 - Framtíðarmerkingar á siglingaleiðum á Skerjafirði

Frá Siglingastofnun, dags. 27/1, varðandi framtíðarmerkingar á siglingaleiðum á Skerjafirði.

Hafnarvörður, Júlíus Skúlason fór yfir merkingar á sliglingleiðum á Skerjafirði.  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, hafnarverði og formanni nefndarinnar að ganga frá samkomulagi við Siglingastofnun vegna merkinganna.

2.1009068 - Bakkabraut 9, Steypustöðin Borg

Frá hafnarverði, varðandi frágang lóðar Bakkabrautar 9 - 11.

Hafnarstjórn felur bæjarlögmanni að rita bréf til Steypustöðvarinnar Borgar með tilgreindum lokafresti á frágangi á svæði því sem þeir voru á á hafnarsvæðinu.  Sjá einnig bréf Steypustöðvarinnar dags. 19/11 2010, þar sem forsvarsmenn hennar lýsa því yfir að þeir muni leggja sig í líma við að skilja við svæðið á sem bestan hátt.

3.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Lögð fram umhverfisstefna Kópavogsbæjar.

Hafnarstjórn fagnar umhverfisstefnunni og samþykkir hana fyrir sitt leyti.  Hafnarstjórn felur hafnarverði að gera drög að umhverfisstefnu Kópavogshafna og leggja fyrir nefndina.

4.1101001 - Hafnarstjórn - 71

Fundargerð hafnarstjórnar 71. fundar frá 4. janúar sl. til staðfestingar.

Fundargerð hafnarstjórnar frá 4. janúar samþykkt.

5.1103044 - Tjón á mótorbátnum TB-Rúnu

Tjón á mótorbátnum TB-Rúnu, eigandi Ingvar Magnússon. Hafnarstjórn mótmælir harðlega að Kópavogshafnir beri kostnað vegna tjóns á mótorbátnum Rúnu í september 2010. Hafnarstjórn felur bæjarlögmanni að taka málið upp að nýju við VÍS, þannig að hvorki bæjarsjóður né Kópavogshafnir beri skaða af.

6.1102660 - Hugmyndir til tekjuaukningar fyrir Hafnarstjórn Kópavogshafna frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins

Fulltúar Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn lögðu fram hugmyndir í 5 liðum um tekjuaukningu fyrir hafnarstjórn Kópavogshafna:
1.
Hvetja til og auglýsa eftir áhugasömum aðilum í atvinnurekstur í höfninni. Þetta gætu verið aðilar sem vilja bjóða uppá:
a.
Skoðunarferðir
b.
Sjóstangaveiði
c.
Köfun
d.
Seglbretti - sjóskíði - sæþotur
e.
Þetta vinnur að því að fá líf í höfnina


2.
Auglýsa lóðir til sölu á hafnarsvæðinu - það getur vel verið að ekki sé talin mikil eftirspurn núna, en það er óvíst þangað til reynt er. Einnig er gott, þegar eftirspurnin byrjar, að vera komin og klár með það sem í boði er.
a.
Setja lóðirnar strax á heimasíðu Kópavogs það er ókeypis auglýsing
b.
Prófa að auglýsa lóðirnar í fjölmiðlum a.m.k. einu sinni


3.
Koma upp aðstöðu til að taka upp og setja niður litla og meðalstóra báta.
a.
Hér væri hægt að nýta kranann sem til er
b.
Þetta er eftirsótt þjónusta sem mikið væri greitt fyrir
c.
Þetta vinnur að því að fá líf í höfnina
d.
Einnig væri hægt að bjóða uppá leigu á þegar ónýttu landsvæði hafnarinnar fyrir báta til að standa yfir veturinn


4.
Hvetja til löndunar frá smábátum sem gera út frá Höfuðborgarsvæðinu
a.
Þetta vinnur að því að fá líf í höfnina
b.
Ef Guðmundur Geirdal getur þetta þá ættu aðrir að geta það líka


5.
Koma Kópavogshöfn inná heimasíðu bæjarins. Það er sjálfsagt að höfnin sé með sitt eigið svæði á heimasíðunni. Þar er hægt að útlista og auglýsa allt það sem höfnin hefur uppá að bjóða s.s. það sem er hér að ofan. Það er óþarfi að missa af þeirri ókeypis kynningu og auglýsingu sem höfnin fengi á heimasíðunni.

Fundi slitið - kl. 17:45.