Húsnæðisnefnd

351. fundur 17. mars 2010 kl. 11:30 - 13:30 Fannborg 4 fundarherbergi 2 hæð
Fundargerð ritaði: Ragnar Snorri Magnússon Yfirfmaður húsnæðisdeildar
Dagskrá

1.1003202 - Erindi frá Íbúðalánasjóði

Frá Íbúðalanasjóði dags: 23.02.2010 þar sem tilkynnt er að veitt hafi verið lán til bygginga eða kaupa á leiguíbúðum skv. 15 gr. laga nr. 44/1998 sbr.VII. kafla sömu laga um húsnæðismál, að fjárhæð kr. 200.000.000.

2.1001013 - Biðlisti í húsnæðisdeild

Lagður fram listi yfir óafgreiddar umsóknir um leiguíbúðir. En þar kemur fram að óafgreiddar umsóknir eru 177 og  auk þess 38 umsóknir frá fólki sem óskar eftir flutningi innan kerfisins.

3.1001015 - Úthlutanir félagslegra leiguíbúða

Lagðar fram upplýsingar um úthlutanir á íbúðum á árunum 2009 og 2010 en þar kemur fram að á árinu 2009 var úthlutað 43 íbúðum en það sem af er þessu ári hefur verið úthlutað 14 íbúðum.

4.1003203 - Kærunefnd húsnæðismála / Héraðsdómur Reykjaness

Yfirmaður gerði grein fyrir máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness, en dómari dæmdi Húsnæðisnefnd í vil. En sama mál var einnig sent Kærunefnd húsnæðismála sem féllst einnig á verklag og verkferla Húsnæðisnefndar.

5.1003204 - Kærumál og innheimta

Yfirmaður gerði grein fyrir breytingum á reglum vegna kvartana um leigjendur og verkferla við innheimtu húsleigu.

Fundi slitið - kl. 13:30.