Húsnæðisnefnd

350. fundur 16. nóvember 2009 kl. 15:00 - 16:00 Fannborg 4 fundarherbergi 2 hæð
Fundargerð ritaði: Ragnar Snorri Magnússon Yfirfmaður húsnæðisdeildar
Dagskrá

1.1001013 - Biðlisti í húsnæðisdeild

Lagður fram listi yfir óafgreiddar umsóknir um leiguíbúðir, en þar kemur fram að óafgreiddar umsóknir eru nú 158 og auk þess 42 umsóknir frá fólki sem óskar eftir flutningi innan kerfis.

2.1001015 - Úthlutanir félagslegra leiguíbúða

Lagðar fram upplýsingar um úthlutanir á íbúðum á árinu 2008 og 2009, en þar kemur fram að á árinu 2008 var úthlutað 41 íbúð en það sem af er árs 2009 hefur verið úthlutað 43 íbúðum.

3.1001039 - Keyptar félagslegar íbúðir 2009

Fram kom að á árinu hafa verið keyptar 10 íbúðir.

4.1001040 - Önnur mál

Yfirmaður húsnæðisdeildar upplýsti að húsaleiga muni hækka um 9,7% á næsta ári til að standa undir hækkaðri greiðslubyrgði af áhvílandi lánum.

Gert er ráð fyrir að hækkunin taki gildi frá 1. febrúar næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 16:00.