Innkaupanefnd

1. fundur 14. apríl 2025 kl. 15:00 - 17:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sveinn Gíslason formaður
  • Sigvaldi Egill Lárusson, aðalmaður boðaði forföll og Þorvarður Hrafn Ásgeirsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Elvar Bjarki Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alda Kristín Sigurðardóttir
  • Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir
Fundargerð ritaði: Alda Kristín Sigurðardóttir Deildarstjóri innkaupadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2503189 - Erindisbréf innkaupanefndar

Erindisbréf innkaupanefndar og hlutverk nefndarfólks
Lagt fram.

Almenn mál

2.2409515 - Útboð - Vátryggingar Kópavogsbæjar og Húsnæðisstofnunar Kópavogs 2025

Frá bæjarritara dags. 24. mars 2025 lagt fram erindi varðandi útboð um kaup á tryggingum.
Útboðsgögn eru kynnt.
Innkaupanefnd samþykkir að veita umbeðna heimild til útboðs á vátryggingum enda verkefnið á fjárhagsáætlun.

Gestir

  • Steinn Sigríðar Finnbogason - mæting: 15:15
  • Ingólfur Arnarson - mæting: 15:15

Almenn mál

3.2502682 - Útboð - Rammasamningur um þjónustu iðnmeistara 2025-2027

Frá innkaupadeild og umhverfissviði dags. 10. apríl 2025 lagt fram erindi varðandi útboð um gerð rammasamnings fyrir þjónustu iðnmeistara, blikksmiðir, dúkarar, múrar, húsasmiðir og málmsmiðir.
Útboðsgögnin kynnt.
Innkaupanefnd samþykkir að veita umbeðna heimild til útboðs á þjónustu iðnmeistara enda innan fjárhagsáætlunar.

Gestir

  • Ari Sigfússon - mæting: 15:33
  • Dofri Þórðarson - mæting: 15:33

Almenn mál

4.2503189 - Fundartímar innkaupanefndar 2025

Ákveða fasta fundartíma og gera fundaráætlun 2025.
Fastir fundartímar settir, ákveðið að hafa þá 1. og 3. mánudag í mánuði, frá kl. 15:30.

Almenn mál

5.2203504 - Innkaupastefna og innkaupareglur

Kynning á innkaupadeild og fræðsla um opinber innkaup þ.m.t.:

- Yfirferð innkaupastefnu

- Kynning á drögum að innkaupareglum (fyrir næsta fund)

- Lög um opinber innkaup

- Lög um framkvæmd útboða

- Reglugerð um viðmiðunarfjárhæðir

- Kynning á úrskurðum kærunefndar útboðsmála

- Siðareglur kjörinna fulltrúa

- Opinber innkaupaferli

- Yfirlit yfir samninga
Starfsemi innkaupadeildar kynnt og farið yfir lög og reglur opinberra innkaupa. Drög að endurskoðuðum innkaupareglum lögð fram til umsagnar.

Almenn mál

6.25041085 - Verkefnalistar innkaupadeildar 2025

Lögð fram til kynningar upplýsingar um verkefni innkaupadeildar í undirbúningi og vinnslu.
Verkefni innkaupadeildar lögð fram til upplýsingar.

Fundi slitið - kl. 17:15.