Innkaupanefnd

8. fundur 20. október 2025 kl. 15:30 - 17:32 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sveinn Gíslason formaður
  • Sigvaldi Egill Lárusson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir starfsmaður nefndar
  • Hjalti Jón Pálsson starfsmaður nefndar
  • Loftur Steinar Loftsson Þjónustustjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Arnórsdóttir Sérfræðingur
Dagskrá

Almenn mál

1.2402380 - Stúka HK Kórinn

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 16.10.2025 lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild innkaupanefndar fyrir auglýsingu fyrir þátttöku til samkeppnisviðræðna sbr. 33 gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 fyrir hönnun og byggingu knattspyrnuleikvangs við Kórinn.

Lagt fram til ákvörðunar.
Lagt fram til samþykktar. Umræður.

Gestur víkur af fundi kl. 16:27

Fundarhlé kl. 16:31
Fundur settur að nýju kl. 16:50

Umræður

Innkaupanefnd samþykkir, með 3 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Jóhanns Más Sigurbjörnssonar, að veita umbeðna heimild til forvals fyrir samkeppnisviðræður á hönnun og byggingu knattspyrnuleikvangs við Kórinn, enda verkefnið á fjárhagsáætlun.

Gestir

  • Ármann Halldórsson - mæting: 15:47

Almenn mál

2.25041085 - Verkefnalisti innkaupadeildar og upplýsingar um innkaup fyrir innkaupanefnd

Lagðar eru fram upplýsingar um samninga Kópavogsbæjar, innkaup á launa- og mannauðskerfi, örútboð á endurnýjun Microsoft 365 leyfa og minnisblað um framhaldssamning ljósleiðara.
Lagt fram til upplýsinga.

Almenn mál

3.25101775 - Greiningar innkaupa fyrir innkaupanefnd

Lagðar eru fram upplýsingar um greiningar innkaupa fyrir innkaupanefnd.
Lagt fram.

Almenn mál

4.25101772 - Innkaupaferli fyrir stjórnsýslu Kópavogs

Drög að innkaupaferli fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar lagt fram til upplýsinga.
Lagt fram til upplýsinga.

Fundi slitið - kl. 17:32.