Innkaupanefnd

9. fundur 03. nóvember 2025 kl. 15:30 - 16:56 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sveinn Gíslason formaður
  • Sigvaldi Egill Lárusson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
  • Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir starfsmaður nefndar
  • Hjalti Jón Pálsson starfsmaður nefndar
  • Loftur Steinar Loftsson Þjónustustjóri
  • Steinn Sigríðar Finnbogason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Katrín Arnórsdóttir Sérfræðingur
Dagskrá

Almenn mál

1.2306184 - Naustavör leikskóli framkvæmd

Frá starfsmanni umhverfissviðs dags. 30.10.2025 er lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild innkaupanefndar fyrir auglýsingu á forvali fyrir samkeppnisútboð á verkframkvæmd og fullnaðarhönnun leikskólans við Naustavör. Lagt fram til ákvörðunar.
Lagt fram til samþykktar. Umræður.

Málinu er frestað til næsta fundar.
Nefndin kallar eftir rökstuðningi við val á innkaupaleið og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.

Gestur víkur af fundi kl. 16:09.
Gestur kemur aftur á fund kl. 16:25 og víkur aftur af fundi kl. 16:38.

Gestir

  • Bjarki Már Gunnarsson - mæting: 15:32

Almenn mál

2.25102451 - Erindi vegna meintra brota Sorpu bs. og aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins á samkeppnislögum

Lögð er fram upplýsingabeiðni frá Samkeppniseftirlitinu, erindi vegna meintra brota Sorpu bs og aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins á samkeppnislögum og ákvörðun bæjarráðs 30.10.2025 þar sem málið var tekið fyrir og vísað til umsagnar bæjarritara. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar og upplýsinga.

Fundi slitið - kl. 16:56.