Innkaupanefnd

10. fundur 01. desember 2025 kl. 15:30 - 17:12 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sveinn Gíslason formaður
  • Sigvaldi Egill Lárusson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir starfsmaður nefndar
  • Hjalti Jón Pálsson starfsmaður nefndar
  • Steinn Sigríðar Finnbogason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: A. Katrín Arnórsdóttir Sérfræðingur
Dagskrá

Almenn mál

1.2510223 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur til innkaupanefndar vegna útboðs fyrir yfirborðsmerkingar í Kópavogsbæ

Lögð er fram umsögn frá lögfræðiþjónustu, sbr. 2. lið fundargerðar 7. fundar nefndarinnar, þar sem innkaupanefnd óskaði eftir umsögn frá lögfræðiþjónustu þar sem skilgreind er heimild til útboðs án aðkomu innkaupanefndar.
Lögð er fram umsögn frá lögfræðiþjónustu um heimild til útboðs og hlutverks innkaupanefndar, dags. 5. nóvember 2025, sbr. 2. lið fundargerðar 7. fundar nefndarinnar, þar sem innkaupanefnd óskaði eftir umsögn frá lögfræðiþjónustu þar sem skilgreind er heimild til útboðs án aðkomu innkaupanefndar.

Umræður.

Óskað er eftir svari frá lögfræðiþjónustu um það hvort leggja hefði átt útboð á yfirborðsmerkingum Kópavogsbæjar fyrir innkaupanefndina.

Innkaupanefnd beinir því til bæjarráðs að tryggja betur að starfsfólk Kópavogsbæjar þekki erindisbréf innkaupanefndar og hafi þekkingu á því hvaða innkaupaverkefni skuli leggja fyrir innkaupanefndina.

Innkaupanefnd felur lögfræðiþjónustu í samstarfi við innkaupadeild að leggja fram tillögur að endurskoðaðri innkaupastefnu og -reglur, þar sem m.a. er hlutverk hvers og eins er skilgreint betur, sem byggist á fyrri vinnu nefndarinnar, fyrir næsta fund.

Fundarhlé kl. 16:08 vegna netvandamála, fundur settur að nýju 16:22.

Almenn mál

2.25101775 - Greiningar innkaupa fyrir innkaupanefnd

Lagðar eru fram upplýsingar úr Power BI skýrslu sem verið er að setja upp fyrir innkaupanefndina. Lagt fram til upplýsinga.
Lagðar eru fram upplýsingar úr Power BI skýrslu sem verið er að setja upp fyrir innkaupanefndina.
Power BI skýrslan sem verið er að setja upp er sýnd og skoðað hvað skýrslan hefur upp á að bjóða.

Almenn mál

3.25041085 - Verkefnalisti innkaupadeildar og upplýsingar um innkaup fyrir innkaupanefnd

Lagður er fram listi yfir verkefni sem eru í vinnslu hjá innkaupadeild, til upplýsinga.
Lagður er fram til upplýsinga, list yfir verkefni í vinnslu hjá innkaupadeildinni.

Almenn mál

4.25112732 - Verkferlar innkaupadeildar

Ferlar vegna undirbúnings innkaupa og mismunandi innkaupaleiða lagðir fram til upplýsinga og kynningar. Lagt er fram til upplýsinga form fyrir ágrip til innkaupanefndar.
Lagðir eru fram ferlar vegna undirbúnings innkaupa og mismunandi innkaupaleiða.

Umræður

Einnig er lagt er fram til upplýsinga form fyrir ágrip til innkaupanefndar.

Ákveðið að taka aðra umræðu um ferla innkaupa á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:12.