Innkaupanefnd

11. fundur 15. desember 2025 kl. 15:30 - 17:57 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sveinn Gíslason formaður
  • Sigvaldi Egill Lárusson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þorvarður Hrafn Ásgeirsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Elvar Bjarki Helgason áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir starfsmaður nefndar
  • Loftur Steinar Loftsson Þjónustustjóri
  • Steinn Sigríðar Finnbogason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Katrín Arnórsdóttir Sérfræðingur
Dagskrá

Almenn mál

1.2402380 - Stúka HK Kórinn

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 12.12.2025 er lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild innkaupanefndar fyrir því að afhenda lokuð útboðsgögn til þátttakenda í forvali í samkeppnisviðræðum fyrir knattleikvang í Kórnum. Lagt fram til ákvörðunar.
Kynning og umræður.

Gestir viku af fundi kl. 16:10

Fundarhlé hófst kl. 16:50, fundi framhaldið kl. 16:56.

Tillaga:
"Undirrituð leggur til að málinu verði vísað til afgreiðslu bæjarráðs."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Bókun Sigurbjargar E. Egilsdóttur færð í trúnaðarbók þar til lokatilboðum hefur verið skilað.

Innkaupanefnd hafnar ofangreindri tillögu með 3 atkvæðum gegn atkvæði Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og hjásetu Jóhanns Más Sigurbjörnssonar.


Fundarhlé hófst kl. 17:10, fundi framhaldið kl. 17:15.

Bókun:
"Samkvæmt erindisbréfi innkaupanefndar leikur enginn vafi á heimild nefndarinnar til ákvörðunar í þessu máli sbr. 1. tl. 11. greinar erindisbréfs innkaupanefndar. Þetta var skýrt út í upphafi fundar af lögfræðingi Kópavogsbæjar. Þá byggir túlkun í bókun á orðalagi á 12. grein erindisbréfs á misskilningi. Var einnig farið yfir það á fundinum. Valin innkaupleið, samkeppnisviðræður, er skýr og forsendur hennar vel rökstuddar í þeim gögnum sem fyrir liggja. Kostnaður þessa verks getur ekki orðið hærri en samþykkt fjárheimild Kópavogsbæjar leyfir."

Sveinn Gíslason, Sigvaldi Egill Lárusson og Þorvarður Hrafn Ásgeirsson


Bókun:
"Undirritaður telur að innkaupanefnd ætti með réttu að heita innkauparáð sé tekið tillit til valdheimilda skv. erindisbréfi."

Jóhann Már Sigurbjörnsson


Tillaga:
Innkaupanefnd samþykkir að halda áfram innkaupaferli samkeppnisviðræðna vegna verksins "Stúka við Aðalvöll HK í Kópavogi" og veitir heimild til þess að senda útboðsgögn til þátttakenda forvals fyrir samkeppnisviðræður sem metnir voru hæfir, enda rúmast framkvæmdin innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.

Bókun Sigurbjargar E. Egilsdóttur færð í trúnaðarbók þar til lokatilboðum hefur verið skilað.

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 15:46
  • Hjalti Jón Pálsson, sérfræðingur í innkaupadeild - mæting: 15:46

Almenn mál

2.25121282 - Fundartímar innkaupanefndar 2026

Fyrsti fundur ársins 2026 verði 19. janúar 2026 og þá verður lögð fram fundaáætlun ársins 2026.
Innkaupanefnd samþykkir að fella niður fyrirhugaðan fund nefndarinnar, þann 5. janúar 2026, og er næsti fundur því áætlaður þann 19. janúar 2026.

Fundarhlé hófst kl. 17:42, fundi framhaldið kl. 17:47.

Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir vék af fundi 17:53.

Almenn mál

3.25112732 - Verkferlar innkaupadeildar

Verkferlar vegna undirbúnings innkaupa og mismunandi innkaupaleiða lagðir fram til

upplýsinga og kynningar. Framhaldsumræða frá seinasta fundi.
Málinu frestað til næsta fundar.

Almenn mál

4.25101775 - Greiningar innkaupa fyrir innkaupanefnd

Lögð er fram skýrsla sem unnin er upp úr Power BI skýrslu sem sett hefur verið upp til að sækja gögn fyrir innkaupanefnd.
Málinu frestað til næsta fundar.

Almenn mál

5.25041085 - Verkefnalisti innkaupadeildar og upplýsingar um innkaup fyrir innkaupanefnd

Lagður er fram listi yfir verkefni sem eru í vinnslu hjá innkaupadeild. Lagt fram til upplýsinga.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:57.