Íþrótta- og tómstundaráð

244. fundur 25. janúar 2010 kl. 08:00 - 10:00 Litli salur 2. hæð
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.910259 - Sumarnámskeið 2009

Arna Margrét Erlingsdóttir, verkefnastjóri tómstundamála kom á fundinn og kynnti skýrslu vegna sumarnámskeiða 2009.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir áframhald á sumarnámskeiðum fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-20 ára. 

Erindi foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla vegna sumarbúða barna búsettum í Kópavogi er vísað til félagsþjónustu Kópavogsbæjar til umfjöllunar og afgreiðslu.  Eðli erindis fellur ekki undir reglur ÍTK. 

2.1001161 - Ungmennaráð ÍTK

Íþrótta- og tómstundaráð lítur jákvæðum augum á stofnun Ungmennaráðs í Kópavogi og felur verkefnisstjóra tómstundamála að vinna áfram úr málinu.

3.1001092 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2010.

Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttamála hjá Tómstunda- og menningarsviði kynnti vaktatöflur sundlauganna í Kópavogi.

Lagt fram til kynningar.

4.1001147 - Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ 2010.

Lagt fram til kynningar.  ÍTK fagnar framtakinu og hvetur fólk til þátttöku. 

5.1001176 - Sérstyrkir 2010.

Kynntar samantektartölur sérstyrkja og ferðastyrkja fyrir árið 2009.  Ljóst er að lækkun verður á styrkjum ÍTK.  Umræðum vegna sér- og ferðastyrkja vegna 2010 er frestað til næsta fundar. 

6.1001197 - Afmæliskveðja HK 2010.

Íþrótta- og tómstundaráð óskar Handknattleiksfélagi Kópavogs innilega til hamingju með 40 ára afmælið.

Fundi slitið - kl. 10:00.