Íþrótta- og tómstundaráð

262. fundur 01. desember 2010 kl. 08:00 - 09:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1003026 - Málefni félagsmiðstöðva ÍTK 2010

Verkefnisstjóri tómstundamála kom á fundinn og kynnti starfsemi félagsmiðstöðvana. Rætt um frekari hagræðingar í félagsmiðstöðvum. 

2.1010324 - Keiludeild ÍR, heiðranir vegna árangurs.

Samkvæmt reglum ÍTK um árangursstyrki fær keiludeild ÍR ekki úthlutað árangursstyrk í ár.

3.1011096 - Breiðablik-skíðadeild. Heiðranir vegna árangurs.

Samkvæmt reglum ÍTK um árangursstyrki fær Skíðadeild Breiðabliks ekki úthlutað árangursstyrk í ár.

4.1011150 - Tennisfélag Kópavogs. Heiðranir-árangur.

ÍTK samþykkir að veita TFK árangursstyrk að upphæðs kr. 30.000 skv. reglum ÍTK um árangursstyrki.

5.1011123 - Gerpla. Heiðranir vegna árangurs.

ÍTK samþykkir að veita Gerplu árangursstyrk að upphæðs kr. 340.000 skv. reglum ÍTK um árangursstyrki.

6.1011114 - GKG-heiðranir vegna árangurs.

ÍTK samþykkir að veita GKG árangursstyrk að upphæðs kr. 10.000 skv. reglum ÍTK um árangursstyrki.

7.1011102 - Breiðablik-frjálsíþróttadeild. Heiðranir vegna árangurs.

ÍTK samþykkir að veita Frjálsíþróttadeild Breiðabliks árangursstyrk að upphæðs kr. 60.000 skv. reglum ÍTK um árangursstyrki.

8.1011086 - Breiðablik-knattspyrnudeild. Heiðranir vegna árangurs.

ÍTK samþykkir að veita knattspyrnudeildar Breiðabliks árangursstyrk að upphæð kr. 200.000.  Styrkurinn hefur þegar verið greiddur.

9.1011072 - Breiðablik-kraftlyftingadeild. Heiðranir vegna árangurs.

ÍTK samþykkir að veita Kraftlyftingadeild Breiðabliks árangursstyrk að upphæðs kr. 20.000 skv. reglum ÍTK um árangursstyrki.

10.1011042 - HK-blakdeild. Heiðranir vegna árangurs.

ÍTK samþykkir að veita Blakdeild HK árangursstyrk að upphæðs kr. 310.000 skv. reglum ÍTK um árangursstyrki.

11.1011402 - Breytingar á opnunartíma íþróttahúsa í Kópavogi.

Eftirfarandi breyting á opnunartíma íþróttahúsa / knattspyrnuhalla var samþykkt:

Frá og með 1. janúar 2011 verður opnunartími í öllum íþróttahúsum Kópavogsbæjar styttur um eina klukkustund að kvöldi.  Í knattspyrnuhöllunum Kórnum og Fífunni verður æfingatími félaganna styttur um eina klukkustund á virkum dögum og verður frá 1. janúar 2011 til kl. 20:00 en ekki til kl. 21:00 eins og verið hefur.   ÍTK mun senda út nýjar tímatöflur fyrir þau hús sem eru í rekstri bæjarins en íþróttafélögin þurfa að senda út nýjar töflur fyrir þau hús sem eru í þeirra rekstri. Þau íþróttahús sem hér um ræðir eru eftirfarandi og breytast opnunartímar sem hér segir:

 

 

Íþróttahús Kópavogsskóla:

Er nú opið til kl. 22:00 en verður frá 1. janúar 2011 opið til kl. 21:00

 

Íþróttahús Kársnesskóla:

Er nú opið til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opið til kl. 22:00

 

Íþróttahús Lindaskóla:

Er nú opið til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opið til kl. 22:00

 

Íþróttamiðstöðin Kórinn

Er nú opin til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opin til kl. 22:00

Tími félaganna styttist til kl. 20:00, tíminn frá kl. 22:00 - 23:00 í knattspyrnuhöllinni verður leigður klefalaus.

 

Íþróttahúsið Digranes

Er nú opið til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opið til kl. 22:00

 

Íþróttahúsið Versalir

Er nú opið til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opið til kl. 22:00

 

Íþróttahúsið Smárinn 

Er nú opið til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opið til kl. 22:00

 

Knattspyrnuhöllin Fífan

Er nú opin til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opin til kl. 23:00.

Tími félaganna styttist til kl. 20:00, tíminn frá kl.22:00 - 23:00 verður leigður klefalaus

 

Íþróttahúsið Fagrilundur

Er nú opið til kl. 23:00 en verður frá 1. janúar 2011 opið til kl. 22:00

 

 

 

12.1012062 - Breytingar á gjaldskrám Kórsins og Fífunnar.

Íþróttafulltrúi lagði fram tillögur að breytingum á gjaldskrám Kórsins og Fífunnar. ÍTK samþykkir framlagðar tillögur.

 

13.1012065 - Vettvangsferð ÍTK í Bláfjöll.

Fyrirhugað er að hitta forsvarsmenn skíðadeildar Breiðabliks og starfsmenn Bláfjallaskála í Bláfjöllum á næstunni.

Fundi slitið - kl. 09:30.