Íþrótta- og tómstundaráð

253. fundur 10. ágúst 2010 kl. 08:00 - 09:30 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.908023 - Samstarf HK, Breiðabliks og Kópavogsbæjar um þjónustu við bæjarbúa.

Rætt um framtíðarskipulag íþróttamála í bænum.  Afgreiðslu frestað.

2.1007150 - Umsókn um æfingaaðstöðu í innilaug Sundlaugar Kópavogs í júlí 2010.

Deildarstjóri ÍTK greindi frá að orðið hefði verið við beiðninni. 

3.1007129 - Niðurgreiðsla korta í heilsurækt Nautilus fyrir 13 - 16 ára. Júní 2010.

ÍTK líst vel á erindið og leggur áherslu á að gott eftirlit verði á þessum aldurshópi í æfingastöðinni.  Erindið er samþykkt til reynslu í eitt ár. 

4.1006163 - Erindi frá Breiðablik. Umhirða æfingasvæða á Smárahvammsvelli, ósk eftir úrbótum.

Íþróttafulltrúa falið að svara erindinu.

5.1006124 - Umsókn um sérstyrk vegna 2. Kópavogsmóts í Kraftlyftingum.

ÍTK hafnar erindinu og vísar til bókunar ÍTK frá fundi þann 22. febrúar 2010.

6.1008071 - Sundlaug Kópavogs. Öryggismál við barnalaug.

Guðmundur Freyr áheyrnarfulltrúi vakti máls á öryggismálum við barnalaug í Sundlaug Kópavogs.   Starfsmönnum falið að kanna með úrbætur.

Fundi slitið - kl. 09:30.