Íþrótta- og tómstundaráð

251. fundur 07. júní 2010 kl. 08:00 - 09:30 Fannborg 2, 2. hæð, Litli salur
Fundargerð ritaði: Una Eydís Finnsdóttir starfsmaður nefndar
Dagskrá

1.1005094 - Fjárhagsstaða íþróttafélaga

Lögð fram gögn frá Breiðablik sem beðið hafði verið um á síðasta fundi ráðsins. 

 

ÍTK óskar eftir því að íþróttafélög í Kópavogi skili til ráðsins sundurliðuðu uppgjöri vegna barna- og unglingastarfs deildanna fyrir fyrri helming árs 2010 (6 mán. uppgjöri) og áætlun til loka ársins. 

2.1003053 - Verðskrár íþróttafélaga 2010.

Lögð voru fram gögn þar sem borin eru saman verðskrár og æfingagjöld nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu.  Töluverðs ósamræmis gætir í verðskrám íþróttafélaga bæjarins milli sambærilegra greina.  ÍTK felur íþróttafulltrúa að leita nánari skýringa og greina í hverju sá munur liggur. 

3.1003126 - Umsókn um styrk vegna aðstöðuleysis

Óskað var eftir umsögn ráðsins vegna málsins.

Í ljósi sérstakra aðstæðna leggur ráðið til við bæjarráð að komið verði til móts við skíðadeild Breiðabliks vegna ferðakostnaðar á vetrinum 2009-2010.  Ráðið leggur til að styrkt verði að upphæð kr. 200.000. 

 

ÍTK hvetur til þess að rannsóknar- og undirbúningsvinnu vegna uppsetningar snjóframleiðslukerfis í Bláfjöllum verði hraðað.   

4.1006048 - Beiðni um að ÍTK láti setja upp skýli við nýju stúku Kópavogsvallar.

Lagt fram.

ÍTK felur íþróttafulltrúa að kanna kostnað við hönnun og uppsetningu. 

5.1003040 - Sumarnámskeið 2010.

Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnissjóri  kom inn á fund og skýrði frá stöðu mála vegna sumarnámskeiða á vegum ÍTK. 

Formaður íþrótta- og tómstundaráðs þakkar nefndarmönnum frábæra samvinnu í málefnum ráðsins. Nefndarmenn þakka starfsmönnum ráðsins fyrir vel unnin störf.

Fundi slitið - kl. 09:30.