Íþrótta- og tómstundaráð

261. fundur 17. nóvember 2010 kl. 08:00 - 09:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1011179 - Breiðablik, sunddeild. Ósk um leyfi til að halda Meistaramót UMSK í sundlaug Kópavogs.

ÍTK samþykkir erindið.  Felur forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs afgreiðslu þess.

2.1011087 - Breiðablik-knattspyrnudeild. Umsókn um ferðastyrk vegna keppnisferðar til Skotlands.

ÍTK óskar eftir að fá upplýsingar um kostnað og tekjur knattspyrnudeildar Breiðabliks vegna verkefnisins.  Erindinu er frestað.

3.1011178 - Breiðablik-sunddeild. Umsókn um styrk vegna æfingabúða innanlands.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.1011148 - Íþróttafélagið Ösp. Umsókn um sérstyrk vegna íþróttastarfs.

ÍTK hafnar erindinu.  Vísað er til iðkendastyrkja sem afgreiddir voru í júní sl.

5.1011118 - Gerpla. Umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiða FSÍ, 1C.

ÍTK samþykkir styrk.

6.1011117 - Gerpla, umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiða FSÍ, 1A.

ÍTK samþykkir styrk.

7.1011116 - Gerpla, umsókn um styrk vegna þjálfara- og dómaranámskeiða.

ÍTK samþykkir styrk.

8.1011090 - Breiðablik-skíðadeild. Umsókn um styrk vegna námskeiða fyrir skíðaþjálfara.

ÍTK samþykkir styrk.

9.1011089 - Breiðablik-knattspyrnudeild. Umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiða hjá KSÍ.

ÍTK samþykkir styrk.

10.1011077 - Breiðablik-kraftlyftingadeild. Umsókn um sérstyrk, þjálfarastyrk fyrir barna- og unglingaþjálfara.

ÍTK vísar til þjálfaranámskeiða ÍSÍ og hvetur deildina til þess að senda þjálfara sína á slík námskeið.  Þjálfaranámskeið hafa verið styrkt af ÍTK.

11.1011076 - Breiðablik-kraftlyftinadeild. Umsókn um sérstyrk vegna uppbyggingar kraftþjálfunaraðstöðu.

ÍTK hafnar erindinu.

12.1011039 - HK-aðalstjórn. Umsókn um sérstyrk vegna þróunarverkefnis í samvinnu við Mentor.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu.

13.1011038 - HK-aðalstjórn. Umsókn um sérstyrk vegna aukinnar þjónustu við yngstu iðkendur efri byggða Kópavogs.

ÍTK lýsir yfir ánægju sinni með framtak HK en sér sér ekki fært að verða við erindinu.

14.1011035 - HK-blakdeild. Umsókn um sérstyrk vegna þjálfaranámskeiða hjá BLÍ.

ÍTK samþykkir styrk.

15.1011033 - HK-aðalstjórn. Umsókn um sérstyrk vegna stefnumótunarvinnu í samvinnu með Capacent.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu.

16.1011030 - HK-knattspyrnudeild. Umsókn um sérstyrk vegna þjálfaranámskeiða hjá KSÍ.

ÍTK samþykkir styrk.

17.1010375 - Dansfélagið Hvönn - Umsókn um Sérstyrk / þjálfarastyrk haust 2010

ÍTK samþykkir styrk.

18.1009324 - Golfklúbbur Kópavogs/Garðabæjar, beiðni um sérstyrk frá ÍTK.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu.

19.1009317 - GKG. Umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiðs í Portúgal 24.-26. nóvember.

ÍTK samþykkir styrk.

20.1010324 - Keiludeild ÍR, heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

21.1011096 - Breiðablik-skíðadeild. Heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

22.1011150 - Tennisfélag Kópavogs. Heiðranir-árangur.

Lagt fram.

23.1011123 - Gerpla. Heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

24.1011114 - GKG-heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

25.1011102 - Breiðablik-frjálsíþróttadeild. Heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

26.1011086 - Breiðablik-knattspyrnudeild. Heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

27.1011072 - Breiðablik-kraftlyftingadeild. Heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

28.1011042 - HK-blakdeild. Heiðranir vegna árangurs.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:30.