Íþrótta- og tómstundaráð

238. fundur 19. október 2009 kl. 08:00 - 09:30 Litli salur 2. hæð
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.910259 - Sumarnámskeið 2009

Arna Margrét Erlingsdóttir kom inn á fundinn og kynnti niðurstöðu skýrslu um sumarnámskeið á vegum Kópavogsbæjar sumarið 2009.

2.909143 - Samkomulag um afnot af Íþróttahúsi Snælandsskóla

ÍTK samþykkir gerðan samning.

3.909527 - Beiðni um styrk. Vorsýning Íþróttafélagsins Gerplu, ljósbúnaður að Versölum.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

4.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Nefndinni finnst nýtt nafn á sviðinu ekki nægilega lýsandi fyrir þá starfssemi sem þar er undir, en gerir ekki frekari athugasemdir.

5.908023 - Samstarf HK, Breiðabliks og Kópavogsbæjar um þjónustu við bæjarbúa.

 Lagt fram.

6.910086 - Niðurgreiðsla æfingagjalda

Umsóknin fellur ekki undir núverandi reglur um niðurgreiðslu æfingagjalda.  ÍTK bendir á að niðurgreiðslukerfið er í stöðugri endurskoðun og verður svo áfram.  Íþróttafulltrúa falið að afla upplýsinga um niðurgreiðslur annarra sveitarfélaga og kostnaðartölur fyrir Kópavogsbæ.

7.909392 - Umsókn um styrk vegna æfinga í Laugardalshöll

ÍTK samþykkir erindið.

8.910146 - Erindi vegna kraftlyftingadeildar Breiðabliks.

íTK getur ekki orðið við þessu erindi að svo komnu máli.

9.910144 - Umsókn um æfingaaðstöðu fyrir Reykjavík AFC

ÍTK lítur jákvætt á erindið og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu málsins.

10.910240 - Fundargerðir Skákstyrktarsjóðs Kópavogs

ÍTK samþykkir fundargerðina.

11.910258 - Umsókn um styrk vegna vestiskaupa fyrir foreldrarölt.

Nefndin samþykkir að styrkja foreldraröltið og felur verkefnisstjóra tómstundamála afgreiðslu málsins. 

12.910264 - Gjöf vegna afmælis Hólsins.

ÍTK samþykkir að styðja við framtak unglingaráðs og óskar Hólnum til hamingju með 10 ára afmælið. 

13.910267 - Hamingjuóskir til Breiðabliks vegna bikarmeistaratitils 2009.

ÍTK óskar Breiðabliki til hamingju með bikarmeistaratitil í knattspyrnu karla 2009. 

Fundi slitið - kl. 09:30.