Dagskrá
1.1102366 - Fundur með Skíðadeild Breiðabliks v/ framtíðar deildarinnar
2.1103221 - Styrkir vegna sumarnámskeiða íþrótta- og tómstundafélaga 2011
3.1012385 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2011
4.1102370 - Knattspyrnusamband Íslands. Ósk um U-21 árs landsleik á Kópavogsvelli 2011
5.1102371 - Frjálsíþróttasamband Íslands. Ósk um afnot af Kópavogsvelli fyrir Bikarkeppni FRÍ
6.1103106 - Krullufélag Kópavogs - Kynningarbréf - lög og reglur félagsins
7.1004443 - HK - blakdeild. Öldungamót 2011 og 2012 - Afnot af íþróttahúsum
8.1103258 - Kraftaklúbburinn Kammó - Kraftamót á bílastæði Kópavogsvallar og Sporthússins 10. september 2011
Fundi slitið - kl. 18:45.
Á fundinn mættu fulltrúar skíðadeildar Breiðabliks og gerðu í stuttu máli grein fyrir starfsemi deildarinnar og þeim aðstæðum sem skíðaiðkendur búa við í Bláfjöllum. Jafnframt greindu þau frá þeim kostum sem væru í stöðunni til að bæta aðstöðu á skíðasvæðinu og nefndu þar helst snjóframleiðslu.
Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að Kópavogsbær taki frumkvæðið í því að farið verði í nauðsynlega úttekt á hugsanlegum áhrifum snjóframleiðslu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum.