Íþróttaráð

29. fundur 21. nóvember 2013 kl. 17:00 - 17:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1309146 - Beiðni um styrk vegna Norðurlandamóts barna í skák

Erindi frá Skáksambandi Íslands, dags. 27. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir styrk til þátttakenda á EM einstaklinga í Svartfjallalandi í september 2013. Bæjarstjóri vísaði erindinu áfram til íþróttaráðs og Skákstyrktarsjóðs Kópavogs til afgreiðslu.

Íþróttafulltrúi upplýsti að Skákstyrktarsjóður Kópavogs hefði tekið erindið fyrir á fundi sínum 29. október s.l. og afgreitt eftirfarandi:

"SSK samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000,-.  Vegna þátttöku þeirra Dawid Kolka, Felix Steindórssonar og Vignirs Vatnars Stefánssonar í mótinu".

Þar með telst málið einnig afgreitt af hálfu íþróttaráðs.

2.1308596 - Beiðni um styrk vegna þátttöku barna úr Kópavogi í Evrópukeppni einstaklinga í í skák september 2013

Erindi frá Braga Þór Thoroddsen, dags. 6. mars 2013, þar sem óskað er eftir styrk fyrir Álfhólsskóla vegna NM í skólaskák barnaskólasveita árið 2012. Bæjarstjóri vísaði erindinu áfram til íþróttaráðs og Skákstyrktarsjóðs Kópavogs til afgreiðslu.

Íþróttafulltrúi upplýsti að Skákstyrktarsjóður Kópavogs hefði tekið erindið fyrir á fundi sínum 29. október s.l. og afgreitt eftirfarandi:

"SSK getur ekki orðið við erindinu enda hefur SSK þegar veitt skólanum styrk að upphæð kr. 250.000,-  til verkefnisins".

Þar með telst málið einnig afgreitt af hálfu íþróttaráðs.

3.1311015 - Beiðni um styrk vegna framkvæmd Íslandsmótsins í Höggleik, 24.-27. júlí 2014.

Frá GKG, dags 25. október, beiðni um styrk vegna framkvæmd Íslandsmótsins í Höggleik, 24.-27. júlí 2014.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþróttaráðs.

Íþróttaráð fagnar því að Íslandsmótið í höggleik 2014 verði haldið á félagssvæði GKG og býður þátttakendur velkomna til leiks.

4.1311013 - Beiðni um styrk vegna byggingar klúbbhúss

Frá GKG, dags. í október, beiðni um styrk vegna byggingar klúbbhúss.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþróttaráðs.

Íþróttaráð fagnar áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði GKG og mælir með því við bæjarráð að ganga til samninga um málið.

5.1310361 - Ábendingar um endurbætur og lagfæringar á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni

Frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dags. 22. október, óskað eftir viðhaldi á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni.
Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar

Erindinu frestað og íþróttafulltrúa falið að vinna áfram í málinu ásamt sviðsstjóra umhverfissviðs. 

6.1309514 - Möguleiki á barnaskíðalyftu. Tillaga frá Arnþóri Sigurðssyni.

Á fundi bæjarráðs 31. október sl. var lögð fram tillaga frá Arnþóri Sigurðssyni um að kannaður verði möguleiki á því að koma upp barnaskíðalyftu við brekkuna við Digraneskirkju.
Bæjarráð felur íþróttaráði að kanna möguleika á barnaskíðalyftu í bænum.

Íþróttaráð felur starfsmönnum ráðsins í samvinnu við umhverfissvið að koma með tillögur í málinu.

Íþróttaráð fagnar jafnframt tilkomu gönguskíðabrautar í Fossvogsdal sem Kópavogsbær í samvinnu við Skíðafélagið Ull kom í framkvæmd. 

7.1207634 - Fossvogur, sundlaug og göngu- og hjólatenging yfir Fossvog, hugmyndir.

Frá Reykjavíkurborg, dags. 19. september, niðurstöður starfshóps um fyrirhugaða sundlaug í Fossvogsdal.
Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs og skólanefndar til umsagnar.

Íþróttaráð fagnar umræðu um sundlaug í Fossvogsdal.

8.1310284 - World Class - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs v/ unglingahreysti

Lagt fram erindi dags. 17. október 2013, þar sem óskað er eftir aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar v/ unglingahreystinámskeiða sem World Class býður upp á.

Íþróttaráð samþykkir umsókn World Class um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar fyrir unglingahreystinámskeið.

9.1310232 - Skáksamband Íslands - Ósk um styrk v/ EM landsliða í skák 2013

Lagt fram erindi frá Skáksambandi Íslands, dags. 10. október 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 50 þúsund vegna EM landsliða í skák 2013 sem haldið er í Póllandi.

Íþróttaráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

10.1309432 - Sunddeild Breiðabliks - Umsókn um aukið laugarpláss í sundlaug Kópavogs.

Erindi frá Sunddeild Breiðabliks, dags. 19. september 2013, þar sem sótt er um aukið laugarpláss í Sundlaug Kópavogs.

Íþróttaráð getur ekki orðið við fyrsta lið erindisins en samþykkir seinni tvo liðina. 

11.1309426 - Sunddeild Breiðabliks - Umsókn um aðstöðu í innilaug Sundlaugar Kópavogs vegna sundmóta.

Erindi frá Sunddeild Breiðabliks, dags. 19. september 2013, þar sem óskað er eftir aðstöðu í innilaug Sundlaugar Kópavogs vegna sundmóta á vegum deildarinnar haust 2013 og vor 2014

Íþróttaráð samþykkir erindið.

12.1311318 - Íþróttaráð - Kynning á samningum við íþróttafélög

Sviðsstjóri menntasviðs kynnti fyrir ráðsmönnum samninga við íþróttafélög í bænum sem samþykktir voru á fundi bæjarstjórnar 10. október sl.

13.1311379 - Fjárhagsáætlun íþróttaráðs 2013 - bókun

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna harma samráðsleysi við vinnu og gerð fjárhagsáætlunar í ár með von um bætt vinnubrögð.

Fundi slitið - kl. 17:00.